Víkingaklappið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. ágúst 2016 10:29 Húh, búmm búmm, húh. Líklega er fátt sem hefur sameinað þjóðina jafn innilega á EM í sumar. Við upplifðum okkur einhvern veginn öll sem þátttakendur sem endurspeglaðist í víkingaklappinu svokallaða (reyndar þykir það víst eitthvað asnalegt að minnast á víkinga í samhengi við árangur í íþróttum). Allir útlendingar sem hittu Íslendinga í Evrópu í sumar heilsuðu svona: Búmm, búmm, húh. Athyglin sem við Íslendingar fengum í sumar fór okkur vel. Við gátum loksins sett kassann út aftur. Við áttum stúkuna í stóru leikjunum og vorum stolt af því. Aftur vorum við orðin einstök en nú, öfugt við árangurinn á fjármálasviðinu, var árangurinn óumdeildur, mælanlegur. Húh, búmm, búmm, húh. Við klöppuðum taktfast í sameiningu. Í Frakklandi, á Austurvelli, heima í stofu, í flugvélinni og bara hvar sem nokkrir Íslendingar voru samankomnir með eitthvað sem líktist trommu. En eftir Evrópumótið hefur þetta haldið áfram. Búmm, Búmm, húh. Hefur heyrst víða, löngu eftir að Evrópumótinu lauk. Sumum finnst þetta æðislegt, öðrum finnst þetta hrikalega vandræðalegt. Sameiningartáknið er nú farið að verða tákn sundrungar. Þess vegna er mikilvægt að við sem samfélag komumst að samkomulagi. Við þurfum að finna út hvenær má nota: Búmm, Búmm húh. Við þurfum að eiga samræðuna, við þurfum að komast að niðurstöðu. Fólk er farið að rífast um þetta og nú þurfa málsmetandi aðilar að leggja lóð sín á vogaskálarnar. Það er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Húh, búmm búmm, húh. Líklega er fátt sem hefur sameinað þjóðina jafn innilega á EM í sumar. Við upplifðum okkur einhvern veginn öll sem þátttakendur sem endurspeglaðist í víkingaklappinu svokallaða (reyndar þykir það víst eitthvað asnalegt að minnast á víkinga í samhengi við árangur í íþróttum). Allir útlendingar sem hittu Íslendinga í Evrópu í sumar heilsuðu svona: Búmm, búmm, húh. Athyglin sem við Íslendingar fengum í sumar fór okkur vel. Við gátum loksins sett kassann út aftur. Við áttum stúkuna í stóru leikjunum og vorum stolt af því. Aftur vorum við orðin einstök en nú, öfugt við árangurinn á fjármálasviðinu, var árangurinn óumdeildur, mælanlegur. Húh, búmm, búmm, húh. Við klöppuðum taktfast í sameiningu. Í Frakklandi, á Austurvelli, heima í stofu, í flugvélinni og bara hvar sem nokkrir Íslendingar voru samankomnir með eitthvað sem líktist trommu. En eftir Evrópumótið hefur þetta haldið áfram. Búmm, Búmm, húh. Hefur heyrst víða, löngu eftir að Evrópumótinu lauk. Sumum finnst þetta æðislegt, öðrum finnst þetta hrikalega vandræðalegt. Sameiningartáknið er nú farið að verða tákn sundrungar. Þess vegna er mikilvægt að við sem samfélag komumst að samkomulagi. Við þurfum að finna út hvenær má nota: Búmm, Búmm húh. Við þurfum að eiga samræðuna, við þurfum að komast að niðurstöðu. Fólk er farið að rífast um þetta og nú þurfa málsmetandi aðilar að leggja lóð sín á vogaskálarnar. Það er nauðsyn.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun