Handbolti

Sigur gegn Póllandi og besti árangurinn í höfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn skoraði sjö mörk í dag.
Óðinn skoraði sjö mörk í dag. mynd/ihf
Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta vann Pólland, 38-33, í leiknum um sjöunda sætið á Evrópumóti í handbolta í þessum aldursflokki, en leikið var í Danmörku.

Íslenska liðið byrjaði af krafti og komst meðal ananrs í 18-11 og staðan í háfleik var svo 21-14, íslenska liðinu í vil.

Síðari hálfleikurinn var svo eign Íslendinga, en lokaniðurstaðan varð fimm marka sigur, 38-33, og er þetta besti árangur sem U20 ára landslið Íslands hefurnáð

FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sjö mörk, en næstur kom Birkir Benediktsson, Aftureldingu, með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×