Til hamingju með daginn Logi Bergmann skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Ég stóð sjálfan mig að því um daginn að velta því fyrir mér hvort Gay Pride hefði ekki runnið sitt skeið. Hvort við værum ekki komin þangað að það skipti ekki nokkru máli hver kynhneigð manns væri. Er ekki öllum sama? Það er sennilega erfitt að bera það saman að koma út úr skápnum árið 2016 eða 1966, svo maður fari ekki lengra. Á hálfri öld höfum við þó lært að það sem kallað var á þeim tíma „kynvilla“ er ekki geðsjúkdómur. Það er ekki skeið sem gengur yfir og það er ekki hægt að lækna fólk af samkynhneigð. Við höfum líka lært það að hommar og lesbíur eru bara venjulegt fólk. Hvorki betra né verra en annað. Þannig að stundum finnst manni eins og þetta sé bara komið í lag og Gay Pride sé nánast óþarfi. (Eða Reykjavík Pride eins og þetta heitir víst núna – enda snýst þetta um alls konar, ekki bara homma eða lesbíur.) Svo var ég svo „heppinn“ að heyra í guðfræðingi á útvarpsstöð hella úr sér fordómum og ógeði um samkynhneigða. Hann opnaði á því hversu mikil frekja það væri að hommar fengju að gefa blóð. En verst fannst honum hvernig þeir væru að reyna að troða sér inn í kirkjurnar og í raun bjóða sér þangað sem þeir væru ekki velkomnir. Ég man ekki hvort hann orðaði það þannig en það var klárlega innihaldið. Haldið ykkur frá kirkjunum – þið eruð ekki velkomnir. Þessum guðsmanni var mikið niðri fyrir og sá sem talaði við hann gerði enga tilraun til að stoppa hann eða mótmæla. Það var eins og honum fyndist alveg eðlilegt að þarna væri bara mættur sérfræðingur í þessum málum sem gæti alveg talað svona um annað fólk. Að það væri ekki velkomið í okkar samfélag.„Ekki að ég hafi neitt á móti þeim“Þessum ræðum, sem maður, ótrúlegt en satt, heyrir stundum enn, fylgir oft línan: „Ekki að ég hafi neitt á móti þeim.“ Sem er ekki bara órökrétt í ljósi þess sem viðkomandi er þá nýbúinn að láta út úr sér, heldur líka ótrúleg hræsni. Ef þú vilt til dæmis ekki að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju, þá hefurðu eitthvað á móti þeim. Það bara segir sig sjálft. Það er reyndar til annar frasi sem er jafnvel verri en þessi: „Margir af vinum mínum eru hommar.“ Hér eru menn eitthvað að misskilja hugtakið vinátta. Maður talar ekki svona um vini sína og fer alls ekki í stríð við þá út af óljósum sögusögnum um typpasleikjóa. Svo er það hitt, að upplifa að það sé allt í lagi að hafa þessa skoðun. Þú þurfir ekki að hafa neitt „á móti“ hommum og lesbíum þó að þú viljir hafa kirkjuna þína í friði fyrir þeim. Það bergmálar það viðhorf liðins tíma að hafa ekkert á móti blökkumönnum; þeir geti bara ferðast með sínum strætisvögnum og notað sérmerkt almenningssalerni. Á sama hátt finnst mér það algjörlega ótrúlegt að til séu prestar sem enn eru þeirrar skoðunar að þeir geti bara, svona í ljósi fordóma sinna, komið fram við samkynhneigða eins og þeir séu óhreinir og annars flokks.Hatur í nafni kærleikaVið sjáum stundum fréttir, til dæmis frá Rússlandi og Afríku, þar sem hommahatur er landlægt. Hommar eru barðir, stungið í fangelsi og jafnvel dæmdir til dauða. Fáfræði og fordómar stjórna gjörðum þessa fólks en það kaldhæðnislega við þetta er, að þetta er oft gert í nafni trúar sem boðar fyrst og fremst kærleika. Það sló mig í orðum þessa guðfræðings að hann sagði að þetta væri ekki samkvæmt Biblíunni og ekki Jesú að skapi. Og mig langar, svona á þessum fína degi, að segja við þennan guðfræðing: Ef Guð er til, og jafn algóður og almennt er haldið fram, held ég að það sé alveg útilokað að hann sé þeirrar skoðunar að við eigum að útiloka bræður okkar og systur vegna kynhneigðar. Ef þinn guð er þannig, þá vil ég í það minnsta ekkert með hann hafa.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Ég stóð sjálfan mig að því um daginn að velta því fyrir mér hvort Gay Pride hefði ekki runnið sitt skeið. Hvort við værum ekki komin þangað að það skipti ekki nokkru máli hver kynhneigð manns væri. Er ekki öllum sama? Það er sennilega erfitt að bera það saman að koma út úr skápnum árið 2016 eða 1966, svo maður fari ekki lengra. Á hálfri öld höfum við þó lært að það sem kallað var á þeim tíma „kynvilla“ er ekki geðsjúkdómur. Það er ekki skeið sem gengur yfir og það er ekki hægt að lækna fólk af samkynhneigð. Við höfum líka lært það að hommar og lesbíur eru bara venjulegt fólk. Hvorki betra né verra en annað. Þannig að stundum finnst manni eins og þetta sé bara komið í lag og Gay Pride sé nánast óþarfi. (Eða Reykjavík Pride eins og þetta heitir víst núna – enda snýst þetta um alls konar, ekki bara homma eða lesbíur.) Svo var ég svo „heppinn“ að heyra í guðfræðingi á útvarpsstöð hella úr sér fordómum og ógeði um samkynhneigða. Hann opnaði á því hversu mikil frekja það væri að hommar fengju að gefa blóð. En verst fannst honum hvernig þeir væru að reyna að troða sér inn í kirkjurnar og í raun bjóða sér þangað sem þeir væru ekki velkomnir. Ég man ekki hvort hann orðaði það þannig en það var klárlega innihaldið. Haldið ykkur frá kirkjunum – þið eruð ekki velkomnir. Þessum guðsmanni var mikið niðri fyrir og sá sem talaði við hann gerði enga tilraun til að stoppa hann eða mótmæla. Það var eins og honum fyndist alveg eðlilegt að þarna væri bara mættur sérfræðingur í þessum málum sem gæti alveg talað svona um annað fólk. Að það væri ekki velkomið í okkar samfélag.„Ekki að ég hafi neitt á móti þeim“Þessum ræðum, sem maður, ótrúlegt en satt, heyrir stundum enn, fylgir oft línan: „Ekki að ég hafi neitt á móti þeim.“ Sem er ekki bara órökrétt í ljósi þess sem viðkomandi er þá nýbúinn að láta út úr sér, heldur líka ótrúleg hræsni. Ef þú vilt til dæmis ekki að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju, þá hefurðu eitthvað á móti þeim. Það bara segir sig sjálft. Það er reyndar til annar frasi sem er jafnvel verri en þessi: „Margir af vinum mínum eru hommar.“ Hér eru menn eitthvað að misskilja hugtakið vinátta. Maður talar ekki svona um vini sína og fer alls ekki í stríð við þá út af óljósum sögusögnum um typpasleikjóa. Svo er það hitt, að upplifa að það sé allt í lagi að hafa þessa skoðun. Þú þurfir ekki að hafa neitt „á móti“ hommum og lesbíum þó að þú viljir hafa kirkjuna þína í friði fyrir þeim. Það bergmálar það viðhorf liðins tíma að hafa ekkert á móti blökkumönnum; þeir geti bara ferðast með sínum strætisvögnum og notað sérmerkt almenningssalerni. Á sama hátt finnst mér það algjörlega ótrúlegt að til séu prestar sem enn eru þeirrar skoðunar að þeir geti bara, svona í ljósi fordóma sinna, komið fram við samkynhneigða eins og þeir séu óhreinir og annars flokks.Hatur í nafni kærleikaVið sjáum stundum fréttir, til dæmis frá Rússlandi og Afríku, þar sem hommahatur er landlægt. Hommar eru barðir, stungið í fangelsi og jafnvel dæmdir til dauða. Fáfræði og fordómar stjórna gjörðum þessa fólks en það kaldhæðnislega við þetta er, að þetta er oft gert í nafni trúar sem boðar fyrst og fremst kærleika. Það sló mig í orðum þessa guðfræðings að hann sagði að þetta væri ekki samkvæmt Biblíunni og ekki Jesú að skapi. Og mig langar, svona á þessum fína degi, að segja við þennan guðfræðing: Ef Guð er til, og jafn algóður og almennt er haldið fram, held ég að það sé alveg útilokað að hann sé þeirrar skoðunar að við eigum að útiloka bræður okkar og systur vegna kynhneigðar. Ef þinn guð er þannig, þá vil ég í það minnsta ekkert með hann hafa.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun