Auglýstu Fjörukrána sem Pokémon-væna en fengu það í bakið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 11:34 Jóhannes er fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“ Pokemon Go Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar í Hafnarfirði, segir að mikil virkni Pokémon-þjálfara í grennd við krána valdi viðskiptavinum sínum óþægindum. Nýlega auglýsti Fjörurkráin á Facebook að staðurinn væri kjörinn til Pokémon veiða, en nú er annað hljóð komið í strokkinn.DV greindi fyrst frá. „Maður veit það bara af kvörtununum sem eru að koma. Fólk er að taka þarna rafmagnstæki úr sambandi inni hjá okkur til að komast í innstungur. Þannig að það eru ýmis ónæði af þessu,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Ég hafði rosalega gaman af þessu fyrst en ég skildi ekkert í þessu að sjá þessa krakka úti um allt. Þetta eru orðið kannski 40 til 60 manns fyrir utan hjá manni þegar fer að rökkva þá fara gestirnir að kvarta.“ Pokémon Go er vinsælasti snjallsímaleikur heims um þessar mundir, en þar geta notendur veitt svokallaða Pokémona. Pokémon spil, tölvuleikir, sjónvarpsþættir og kvikmyndir nutu mikilla vinsælda í lok 20. aldarinnnar, og er leikurinn vinsæll meðal ungra sem og aldinna, sem muna eftir Pokémon úr æsku sinni.Segir Pokémon-þjálfara trufla hótelgesti Jóhannes segir ekki hafa neitt út á leikinn sjálfan að setja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki komið mér inn í þennan leik, en þetta er ágætisfólk og gaman að sjá að það er margt jákvætt við þetta, en þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn. Þetta er ábyggilega einn flottasti leikurinn fyrir svona krakka, þau hreyfa sig og svona og hlaupa á eftir þessu um allt þarna,“ segir Jóhann. Hann segir þetta þó hafa óhjákvæmileg áhrif á rekstur Fjörukrárinnar. Hann segir lausagang bíla seint á kvöldin hafa hvimleið áhrif á reksturinn. „Það eru gluggar þarna fyrir ofan og þar eru gestir sem eru að reyna að fara að sofa, kannski að fara í flug morguninn eftir. En þetta er ábyggilega mjög skemmtilegur leikur, ég efast ekki um það. Krakkarnir hlaupa á eftir þessu og guð má vita hvað.“Auglýsing sem birtist á Facebook síðu Fjörukrárinnar.Mynd/SkjáskotHafnarfjörðurinn fullur af áhugaverðum listaverkumPokéstop birtast yfirleitt við listaverk og áhugaverða staði og Pokémon-þjálfarar laðast að Fjörukránni vegna þess hve mörg slík Pokéstop eru í nágrenni staðarins. „Hafnarfjörðurinn er fullur af listaverkum. Það ættu ekki að vera nein vandræði að finna listaverk í Hafnarfirði, þau eru úti um allt. Víðistaðatúnið er til dæmis fullt af alls konar skúlpturum, og það er útivistarsvæði,“ segir Jóhannes. „Það er alls konar subbuskapur og óþrifnaður af þessu. Það er grindverk hérna, sem á að skilja að húsin, sem er búið að skemma. Það eru tugir þúsunda sem fara í að laga það. Ég er ekkert á móti þessu fólki þannig séð, ég er bara á móti því að hafa þetta þarna. Svo skislt mér að allir vilji hafa þetta, í guðanna bænum, það á að setja þetta á staði þar sem þetta veldur ekki þessu ónæði.“ Leitar aðstoðar hjá framleiðendum Pokémon Go 10. júlí síðastliðinn birtist færsla á Facebook síðu Fjörurkrárinnar þar sem gert var út á að þrjú pokéstop væru í grennd við staðinn. „Við erum ekki eingöngu frábær staður til að borða, drekka og sofa – við erum einnig frábært pokéstop“ stóð í færslunni, ásamt myndum af þeim pokéstoppum sem finna má í grennd staðarins. „Ég læt nú aðra starfsmenn sjá um Facebook fyrir mig, þannig að það er eitthvað sem hefur farið framhjá mér. Þetta er unga kynslóðin. Þarna mætast unga og gamla,“ segir Jóhannes. Fjórar kvartanir hafa verið sendar til Niantic, framleiðanda leiksins Pokémon Go, vegna aðstæðna Jóhannesar, bæði frá starfsfólki og velunnurum. „Menn hafa spurt mig hvers vegna ég geri ekki út á þetta, en þetta er ekki sá markhópur sem við erum að leita að. Ég myndi ætla að um 70% af þessu séu krakkar frá 8 til 16 ára og það er ekki sá markhópur sem á að vera fyrir utan veitingastaði, hvað þá inni á þeim, klukkan tíu á kvöldin.“
Pokemon Go Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira