Clinton eykur bilið milli sín og Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 10:22 Clinton og Trump bítast um Hvíta húsið. Vísir/AFP Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24