Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

„Hann stal henni“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gefa lítið fyrir afar­kosti Trumps

„Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum.

Erlent
Fréttamynd

Semja um vopna­hlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn

Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin héldu áfram um helgina eftir að Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, sendi þingmenn snemma í sumarfrí til að komast hjá atkvæðagreiðslu um þverpólítískt frumvarp um birtingu gagnanna.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­seti birtir bull í bunkum

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016.

Lífið
Fréttamynd

Segir að Trump hafi stungið gull­medalíu inn á sig

Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í New York á dögunum en Donald Trump Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleiknum og afhenti verðlaunin. Það lítur út fyrir að allar gullmedalíurnar hafi ekki skilað sér um háls leikmanna Chelsea þetta kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Epstein mætti í brúð­kaup Trumps

Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993.

Erlent
Fréttamynd

Banna trans konum að keppa á Ólympíu­leikunum

Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur uppfært stefnuskrá sína fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028 til að samræmast stefnu Bandaríkjaforsetans Donald Trump, sem undirritaði tilskipun fyrr á þessu ári þar sem trans konum var bannað að keppa í kvennaíþróttum.

Sport
Fréttamynd

Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“

Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Obama svarar á­sökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun

Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016.

Erlent
Fréttamynd

Óska eftir því að vitnis­burður um Epstein verði opin­beraður

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði.

Erlent