9,1% vöxtur í bílasölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 11:04 Ævintýraanlegur vöxtur var í sölu Jaguar bíla á fyrri helmingi ársins. Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári. Brexit Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent
Á fyrri helmingi ársins jókst bílasala í Evrópu um 9,1% og er það helmingi meiri vöxtur en spáð var í upphafi árs. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína á þessum fyrstu 6 mánuðum ársins, en það átti þó ekki við Nissan (-1,3%), Citroën DS (1,4%), Seat (1,9%), Mitsubishi (9,4%) og Mitsubishi (58,1%). Mestur vöxtur var hjá Jaguar sem ríflega tvöfaldaði sölu sína á tímabilinu, eða um 102,6%. Sala japönsku bílaframleiðendanna Honda og Mazda jókst mikið, eða um 33,5% hjá Honda og 27,7% hjá Mazda. Þar á eftir komu svo Jeep (22,7%), Lexus (18,3%), Fiat (17,6%), Mercedes Benz (15,4%), Renault (14,4%), Kia (14,8%) og Land Rover (14,5%). Bílasala í Evrópu hefur nú vaxið 34 mánuði í röð, en vöxturinn í júní nam 6,5%, en það var minnsti vöxturinn í sölu frá því í mars síðastliðnum. Í stærsta bílasölulandi Evrópu, Þýskalandi, jókst salan um 8%, en vöxturinn á Ítalíu var þó meiri, eða 12% og 11% á Spáni. Sala bíla í Bretlandi féll í júní og hefur það aðeins gerst í einum mánuði áður síðastliðin 4 ár. Er þetta í fyrsta sinn sem áhrif Brexit eru sýnileg hvað bílasölu varðar. Ef bílasala í Bretlandi heldur áfram að minnka vegna áhrifa frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti það haft talsverð áhrif á heildarbílasölu í Evrópu. Morgan Stanley bankinn, sem spáð hafði vexti í bílasölu í Evrópu á næstu árum hefur nú breytt spá sinni vegna áhrifa Brexit og gerir ráð fyrir 0,2% minni bílasölu í álfunni á næsta ári.
Brexit Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent