Nýr tónn Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Ræða Guðna Th. Jóhannessonar, nýs forseta lýðveldisins, við embættistökuna í gær gefur góð fyrirheit um framtíðina. Með nýjum forseta fylgir tónn samstöðu og bjartsýni í íslensku samfélagi. Á miðnætti 31. júlí lét Ólafur Ragnar Grímsson af embætti forseta Íslands eftir tuttugu ára þjónustu við fólkið í landinu. Í gær var svo Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti lýðveldisins, formlega settur í embætti. Í ræðunni var rauður þráður bjartsýni og samstöðu. Forsetinn fór líka yfir þau mál sem eru honum hugleikin. Hann sagði að góða heil- brigðisþjónustu mætti gera enn betri og tryggja að landsmenn nytu hennar jafnt, óháð búsetu eða efnahag. Stjórnarskráin á að veita landsmönnum tryggingu fyrir því að þeir fái notið þessara réttinda en það er mikilvægt að forsetinn haldi því á lofti. Nýr forseti sagði að enn væri verk að vinna í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og innan menntakerfisins ættu allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi, án þess að fjárhagur hamlaði för. Fjölmenning og alþjóðleg tengsl komu líka við sögu. „Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu grunn að afrekum á sviði bókmennta og verklegum framförum síðar meir.“ Í ræðu sinni minntist forsetinn á mikilvægi samstöðu meðal þjóðarinnar. „Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar. Og hér hefur þjóðhöfðinginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu frekar, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, varast að setja sig á háan hest,“ sagði forsetinn. Hann sagði að ólík sjónarmið yrðu að heyrast og málefnalegur ágreiningur væri til vitnis um þroskað og siðað samfélag. Nýr forseti tekur við góðu búi enda er hann að taka við keflinu af yfirburðamanni. Þótt Guðni Th. Jóhannesson sé sinn eigin maður og muni setja sinn svip á embættið þarf ekki að velkjast í neinum vafa um að hann getur lært margt af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki síst þegar kemur að því að treysta eigin dómgreind og innsæi og hafa nægilega mikið sjálfstraust til að taka umdeildar og erfiðar ákvarðanir þegar þess er þörf. Guðni sagði líka í ræðu sinni í gær að hann myndi þiggja ráð og leiðsögn og vænta góðs af samstarfi við forvera sína í embætti, þau Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar. Í Vigdísi og Ólafi Ragnari hefur Guðni góðar fyrirmyndir og í verkum þeirra má finna mikilvægan vegvísi fyrir hann í embættinu þótt hann þurfi að finna sinn eigin takt og fylgja honum. Það var viðeigandi fyrir boðskapinn í ræðu nýs forseta að hann skyldi vitna í texta Þorsteins Valdimarssonar sem Spilverk þjóðanna gerði ódauðlegan: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, ein lítil býfluga afsannar það: Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.“ Því það er rótgróið í samfélagsvitundina alveg síðan á þjóðveldisöld að Íslendingar styðja hverjir aðra og enginn er skilinn eftir útundan í íslensku samfélagi. Við gleymum ekki okkar minnsta bróður og þegar við hjálpumst að og vinnum saman eru okkur allir vegir færir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Ræða Guðna Th. Jóhannessonar, nýs forseta lýðveldisins, við embættistökuna í gær gefur góð fyrirheit um framtíðina. Með nýjum forseta fylgir tónn samstöðu og bjartsýni í íslensku samfélagi. Á miðnætti 31. júlí lét Ólafur Ragnar Grímsson af embætti forseta Íslands eftir tuttugu ára þjónustu við fólkið í landinu. Í gær var svo Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti lýðveldisins, formlega settur í embætti. Í ræðunni var rauður þráður bjartsýni og samstöðu. Forsetinn fór líka yfir þau mál sem eru honum hugleikin. Hann sagði að góða heil- brigðisþjónustu mætti gera enn betri og tryggja að landsmenn nytu hennar jafnt, óháð búsetu eða efnahag. Stjórnarskráin á að veita landsmönnum tryggingu fyrir því að þeir fái notið þessara réttinda en það er mikilvægt að forsetinn haldi því á lofti. Nýr forseti sagði að enn væri verk að vinna í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og innan menntakerfisins ættu allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi, án þess að fjárhagur hamlaði för. Fjölmenning og alþjóðleg tengsl komu líka við sögu. „Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu grunn að afrekum á sviði bókmennta og verklegum framförum síðar meir.“ Í ræðu sinni minntist forsetinn á mikilvægi samstöðu meðal þjóðarinnar. „Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar. Og hér hefur þjóðhöfðinginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu frekar, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, varast að setja sig á háan hest,“ sagði forsetinn. Hann sagði að ólík sjónarmið yrðu að heyrast og málefnalegur ágreiningur væri til vitnis um þroskað og siðað samfélag. Nýr forseti tekur við góðu búi enda er hann að taka við keflinu af yfirburðamanni. Þótt Guðni Th. Jóhannesson sé sinn eigin maður og muni setja sinn svip á embættið þarf ekki að velkjast í neinum vafa um að hann getur lært margt af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki síst þegar kemur að því að treysta eigin dómgreind og innsæi og hafa nægilega mikið sjálfstraust til að taka umdeildar og erfiðar ákvarðanir þegar þess er þörf. Guðni sagði líka í ræðu sinni í gær að hann myndi þiggja ráð og leiðsögn og vænta góðs af samstarfi við forvera sína í embætti, þau Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar. Í Vigdísi og Ólafi Ragnari hefur Guðni góðar fyrirmyndir og í verkum þeirra má finna mikilvægan vegvísi fyrir hann í embættinu þótt hann þurfi að finna sinn eigin takt og fylgja honum. Það var viðeigandi fyrir boðskapinn í ræðu nýs forseta að hann skyldi vitna í texta Þorsteins Valdimarssonar sem Spilverk þjóðanna gerði ódauðlegan: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, ein lítil býfluga afsannar það: Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.“ Því það er rótgróið í samfélagsvitundina alveg síðan á þjóðveldisöld að Íslendingar styðja hverjir aðra og enginn er skilinn eftir útundan í íslensku samfélagi. Við gleymum ekki okkar minnsta bróður og þegar við hjálpumst að og vinnum saman eru okkur allir vegir færir.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun