Bjarni segir ummæli Eyglóar ódýrt tal Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni. Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ummæli félagsmálaráðherra um að meira fé vanti til velferðarmála vera ódýrt tal og varla boðlegt inn í umræðu um slík mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir ráðherrann eiga að segja af sér en fjármálaráðherra segir ráðherrann á ábyrgð Framsóknarflokksins. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Þá afstöðu rökstuddi hún með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið þessar ákvörðun ráðherrans afar illa. Þannig lýsti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að henni fyndist Eygló eiga að segja af sér en Eygló segist ekki hafa íhugað afsögn.Ríkisfjármálaáætlun snýr að næsta kjörtímabiliHvernig getur þú setið í ríkisstjórn sem er ekki að sinna þessum hópum sem þú nefnir, barnafjölskyldur og lífeyrisþegar? „Það hefur náttúrulega legið lengi fyrir þessi afstaða mín varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Hún snýr að næsta kjörtímabili. Hún snýr að tímabili þar sem að væntanlega verður nýr stjórnarsáttmáli sem að mun liggja þá til forgrunns. Það hefur ekki verið samið um myndun neinnar nýrrar ríkisstjórnar þannig að ég starfa áfram á grundvelli núverandi stjórnarsáttmála,“ segir Eygló.Varla boðlegt Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir þessa ákvörðun hafa komið á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að á kjörtímabilinu hefði verið forgangsraðað meðal annars í þágu málaflokka sem Eygló ber ábyrgð á. Það sé einnig gert í fjármálaáætluninni. „Þetta er bara svo ódýrt tal. Þetta er bara svo ódýr framsetning á málinu. Það verður þá að gera grein fyrir því af hverju á að taka, eða hvernig eigi að stórauka tekjurnar eða að hvaða leyti eigi að ganga á afgang í ríkisfjármálum. En að segja bara svona út í loftið að mönnum þyki að það þyrfti að koma meira, það finnst mér bara ekki, mér finnst það varla boðlegt inn í umræðu um jafn stórt mál eins og þetta,“ segir Bjarni.Ekki gott fyrir samstarfiðÞú sem annar af forystumönnum þessarar ríkisstjórnar. Hvað afleiðingar hefur það fyrir ráðherra að standa ekki með svona málum? „Það svo sem er ekkert gott fyrir samstarf í samsteypustjórn. Viðkomandi ráðherra er ekki á mína ábyrgð. Hann er auðvitað á ábyrgð Framsóknarflokksins og það er alfarið mál Framsóknarflokksins hvort að þeir kjósa að bregðast við þessu og ég ætla ekkert að segja þeim fyrir í því efni,“ segir Bjarni. Hann segist ekki sjá fyrir sér langlífi nokkurrar ríkisstjórnar þar sem ráðherrar áskilja sér rétt til að sitja hjá í stórum málum. Hann efist þó um að þetta mál muni hafa miklar afleiðingar fyrir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Mér sýnist að þetta séu kannski fyrstu merki þess sem að mögulega við fáum að sjá á næstu vikum. Að menn vilja svona skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga, og það verður bara að koma í ljós hvernig það spilast frá viku til viku,“ segir Bjarni.
Alþingi Tengdar fréttir Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20 Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Brynjar Níelsson gefur ekki mikið fyrir ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að sitja hjá í atkvæðagreiðslu á þingi um stjórnarfrumbörp. 19. ágúst 2016 10:20
Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist "Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum." 19. ágúst 2016 12:16