Hugvitið Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Um 75 prósent af útflutningi Íslands byggir í dag á náttúruauðlindum í formi sjávarútvegs, orkunýtingar og ferðaþjónustu. Forsenda lífskjarasóknar á Íslandi er að þessi samsetning breytist og útflutningur og verðmætasköpun byggð á hugviti aukist. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar úr McKinsey-skýrslunni frá 2012 uppfærðar og litið yfir farinn veg. McKinsey kallaði útflutning sem byggist á hugviti „alþjóðageirann“ í íslensku atvinnulífi en alþjóðageirinn stendur undir 25 prósentum af útflutningi Íslands. Í riti Viðskiptaráðs eru settar fram réttmætar áhyggjur af því að þetta hlutfall sé of lítið. Það leiðir af eðli náttúruauðlinda að útflutningur byggður á þeim er takmarkaður. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkunýting eru allt greinar sem byggjast á takmarkaðri auðlind. Ein helsta ástæða þess að bankahrunið á Íslandi varð jafn alvarlegt og raun ber vitni var viðvarandi viðskiptahalli við útlönd og vaxandi erlend skuldsetning í aðdraganda þess. Þetta gerði íslenskt efnahagslíf berskjaldaðra gagnvart áföllum. Í riti Viðskiptaráðs er réttilega bent á að til að Íslendingar safni ekki upp skuldum á ný þarf útflutningur að vaxa á sama hraða og hagkerfið í heild. Útflutningur þarf að halda í við hagvöxt en það skiptir máli hvernig vextinum er náð. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er forsenda þess að hagvöxtur verði ekki tekinn að láni. Þess vegna er útflutningur byggður á hugviti svo mikilvægur. Það er dálítið sérstakt að heyra stjórnmálamenn tala um mikilvægi þess að „skapa störf“ enda verður verðmætasköpun og þar með ný störf til hjá frumkvöðlum í atvinnulífinu en ekki hjá ríkisvaldinu. Ríkið getur hins vegar skapað rétta umgjörð með lagasetningu. Undirbúið jarðveginn svo verðmætasköpun geti blómstrað. Til dæmis með skattalegum hvötum sem laða hingað alþjóðlegt vinnuafl. Þess vegna er einkennilegt að heyra fulltrúa Pírata, sem mælast stærsti eða næststærsti flokkurinn í könnunum, tala um það fyrir kosningar að ný stjórnarskrá sé forgangsmál. Það ætti að vera forgangsmál að auka verðmætasköpun og framleiðni og bæta lífskjör á Íslandi. Samkvæmt World Economic Forum er Ísland í 70. sæti í því að laða til sín erlenda sérfræðinga. Nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP hafa fundið fyrir þessu. Lög sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti hafa það markmið að breyta þessu og færa okkur vonandi ofar upp listann. Í lögunum er ákvæði um skattafslátt fyrir erlenda sérfræðinga til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að laða þá til sín. Erlendir sérfræðingar sem nýta sér heimild í lögunum verða einungis skattskyldir af 75 prósentum tekna sinna en 25 prósent þeirra verða skattfrjáls og undanþegin staðgreiðslu fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf. Þetta er til fyrirmyndar og þetta er það sem ríkisvaldið getur gert. Skapað umgjörð og rétta hvata fyrir nýsköpun. Þetta er það sem stjórnmálamenn ættu að einblína á fyrir kosningar. Að auka verðmætasköpun á Íslandi og stuðla að því að útflutningur sem byggist á hugviti geti vaxið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Um 75 prósent af útflutningi Íslands byggir í dag á náttúruauðlindum í formi sjávarútvegs, orkunýtingar og ferðaþjónustu. Forsenda lífskjarasóknar á Íslandi er að þessi samsetning breytist og útflutningur og verðmætasköpun byggð á hugviti aukist. Í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, eru helstu greiningar úr McKinsey-skýrslunni frá 2012 uppfærðar og litið yfir farinn veg. McKinsey kallaði útflutning sem byggist á hugviti „alþjóðageirann“ í íslensku atvinnulífi en alþjóðageirinn stendur undir 25 prósentum af útflutningi Íslands. Í riti Viðskiptaráðs eru settar fram réttmætar áhyggjur af því að þetta hlutfall sé of lítið. Það leiðir af eðli náttúruauðlinda að útflutningur byggður á þeim er takmarkaður. Ferðaþjónusta, sjávarútvegur og orkunýting eru allt greinar sem byggjast á takmarkaðri auðlind. Ein helsta ástæða þess að bankahrunið á Íslandi varð jafn alvarlegt og raun ber vitni var viðvarandi viðskiptahalli við útlönd og vaxandi erlend skuldsetning í aðdraganda þess. Þetta gerði íslenskt efnahagslíf berskjaldaðra gagnvart áföllum. Í riti Viðskiptaráðs er réttilega bent á að til að Íslendingar safni ekki upp skuldum á ný þarf útflutningur að vaxa á sama hraða og hagkerfið í heild. Útflutningur þarf að halda í við hagvöxt en það skiptir máli hvernig vextinum er náð. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er forsenda þess að hagvöxtur verði ekki tekinn að láni. Þess vegna er útflutningur byggður á hugviti svo mikilvægur. Það er dálítið sérstakt að heyra stjórnmálamenn tala um mikilvægi þess að „skapa störf“ enda verður verðmætasköpun og þar með ný störf til hjá frumkvöðlum í atvinnulífinu en ekki hjá ríkisvaldinu. Ríkið getur hins vegar skapað rétta umgjörð með lagasetningu. Undirbúið jarðveginn svo verðmætasköpun geti blómstrað. Til dæmis með skattalegum hvötum sem laða hingað alþjóðlegt vinnuafl. Þess vegna er einkennilegt að heyra fulltrúa Pírata, sem mælast stærsti eða næststærsti flokkurinn í könnunum, tala um það fyrir kosningar að ný stjórnarskrá sé forgangsmál. Það ætti að vera forgangsmál að auka verðmætasköpun og framleiðni og bæta lífskjör á Íslandi. Samkvæmt World Economic Forum er Ísland í 70. sæti í því að laða til sín erlenda sérfræðinga. Nýsköpunarfyrirtæki eins og CCP hafa fundið fyrir þessu. Lög sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti hafa það markmið að breyta þessu og færa okkur vonandi ofar upp listann. Í lögunum er ákvæði um skattafslátt fyrir erlenda sérfræðinga til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að laða þá til sín. Erlendir sérfræðingar sem nýta sér heimild í lögunum verða einungis skattskyldir af 75 prósentum tekna sinna en 25 prósent þeirra verða skattfrjáls og undanþegin staðgreiðslu fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf. Þetta er til fyrirmyndar og þetta er það sem ríkisvaldið getur gert. Skapað umgjörð og rétta hvata fyrir nýsköpun. Þetta er það sem stjórnmálamenn ættu að einblína á fyrir kosningar. Að auka verðmætasköpun á Íslandi og stuðla að því að útflutningur sem byggist á hugviti geti vaxið.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun