Sport

Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz

Henry Birgir Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Mikil læti komu upp þegar Conor McGregor og Nate Diaz fóru mikinn á blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. Bardagakapparnir hreyttu óyrðum að hvorum öðrum og svo vatnsflöskum, en spennan virðist mikil fyrir bardaga þeirra um helgina.

Conor mætti of seint á fundinn og var í fyrstu um að ræða hinn rólegasta blaðamannafund. Þegar um 17 mínútur voru liðnar mætti Conor. Skömmu eftir það sleit Dana White, forseti UFC, blaðamannafundinum.

Til orðaskipta kom á milli McGregor og Diaz eftir að sá síðarnefndi stóð upp og virtist ganga út af blaðamannafundinum. Það endaði með því að Diaz kastaði flösku að sviðinu og McGregor svaraði með því að grípa allar vatnsflöskur sem hann sá og kasta þeim til baka. Dana White, forseti UFC, reyndi að stöðva hann en tókst það ekki.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að ofan, en hér að neðan má sjá atvikið umrædda.

Anthony Johnson og Glover Teixeira voru einnig á fundinum en það fór ekki mikið fyrir þeim.

Bardaginn fer fram á laugardagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

Blaðamaðurinn Ariel Helwani segir engar líkur á að þetta hafi verið skipulagt fyrirfram.
MMA

Tengdar fréttir

Conor getur ekki hætt að æfa

Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund.

Diaz hræddi stuðningsmenn Conor

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fékk bardagakappann Nate Diaz til að taka þátt í frábæru atriði í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×