Innlent

Pop-up um mögulegt lögbrot og tölvubrotadeild efld

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir
Tölvubrotadeild lögreglunnar verður efld með því að fjölga stöðugildum og bættri tæknimenntun lögreglumanna sem sinna tölvuglæpum, samkvæmt áformum sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.

Þetta er á meðal tillagna nefndar, sem skipuð var síðasta vetur, og hafði það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals á netinu á höfundarréttarvörðu efni hér á landi, og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd. Brynjar Níelsson, þingmaður var formaður nefndarinnar, en samkvæmt drögum sem hann lagði fram náðist ekki full sátt tum tillögurnar í nefndinni.

Meðal annarra tillagna ráðuneytisins má nefna að fjarskiptafyrirtæki verði skylduð til að upplýsa notendur vefsvæða skáarskiptaforrita um hugsanleg lögbrot með viðvörun í „pop-up glugga“. Þá er lagt til að sett verði lög um landslénið .is og rekstraraðila þess, ISNIC.

Á vef innanríkisráðuneytisins segir að nauðsynlegt sé að fjölga stöðugildu mog bæta tæknimenntun, en að aðrar tillögur sem settar séu fram í drögum nefndarinnar og séu á forræði innanríkisráðuneytisins verði skoðaðar nánar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×