Hljóðin endalaus María Elísabet Bragadóttir skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Ímynda mér til gamans að hljóðöldur deyi ekki út. Aragrúi orða sem féllu fyrir árþúsundum síðan eru enn á ferðalagi um heiminn. Kveinstafir, bollaleggingar, siðfágaðar rökræður. Uppgjör elskenda og hatursfull rifrildi svarinna óvina. Þú líka Brútus, af hverju borða þau ekki bara kökur, ég á mér draum, ekki gleyma að kaupa klósettpappír, nei takk, ég hef óbeit á túnfisksalati. Hurðarskellur, ískrandi hlátur, lágvært snökt. Syngjandi bíbbið í verðskönnum lifir eilíflega. Rennur saman við sverðaglamur úr forneskju og einhver teygir sig í flatkökubréf. Brúnskellóttur, ókunnugur hundur eltir skottið sitt í fimm sekúndna upptöku á Snapchat. Þú nærð augnsambandi við sjálfa þig í spegli með sporöskjulaga bambusramma. Hvað kostar flugmiði til Balí? Kannski hefðirðu átt að fara í listnám. Þú ættir að fjárfesta í djúpsteikingarpotti. Eða eyða Facebook-aðganginum þínum og gróðursetja tré. Eða prófa fitufrystingu. Fyndið hvað árin líða hratt, ég meina áratugirnir. Ég hleyp í loftköstum fram af hjara disklaga heims og hrapa í frumstæðu myrkri. Hrapa umvafin nýjum og fornum orðaskiptum þó mannseyrað greini þau ekki. Ranka svo við mér á leigumarkaðnum, haldandi á ískaldri, sólgulri mímósu. Kampavínsglasið samt kámugt. Mótsagnir alls staðar! Haustið angar til dæmis bæði af nýju upphafi og rotnandi laufblöðum. Sennilega endist mér ekki ævin til að njóta lífsins til fullnustu, segi ég við vinkonu. Ímynda mér orðin bergmálandi um aldur og ævi. Hljóðöldur sem deyja ekki út. Þýðingarlaus, ljóslifandi augnablik verða ódauðleg, snerta óvart hversdagsleika fólks í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Ímynda mér til gamans að hljóðöldur deyi ekki út. Aragrúi orða sem féllu fyrir árþúsundum síðan eru enn á ferðalagi um heiminn. Kveinstafir, bollaleggingar, siðfágaðar rökræður. Uppgjör elskenda og hatursfull rifrildi svarinna óvina. Þú líka Brútus, af hverju borða þau ekki bara kökur, ég á mér draum, ekki gleyma að kaupa klósettpappír, nei takk, ég hef óbeit á túnfisksalati. Hurðarskellur, ískrandi hlátur, lágvært snökt. Syngjandi bíbbið í verðskönnum lifir eilíflega. Rennur saman við sverðaglamur úr forneskju og einhver teygir sig í flatkökubréf. Brúnskellóttur, ókunnugur hundur eltir skottið sitt í fimm sekúndna upptöku á Snapchat. Þú nærð augnsambandi við sjálfa þig í spegli með sporöskjulaga bambusramma. Hvað kostar flugmiði til Balí? Kannski hefðirðu átt að fara í listnám. Þú ættir að fjárfesta í djúpsteikingarpotti. Eða eyða Facebook-aðganginum þínum og gróðursetja tré. Eða prófa fitufrystingu. Fyndið hvað árin líða hratt, ég meina áratugirnir. Ég hleyp í loftköstum fram af hjara disklaga heims og hrapa í frumstæðu myrkri. Hrapa umvafin nýjum og fornum orðaskiptum þó mannseyrað greini þau ekki. Ranka svo við mér á leigumarkaðnum, haldandi á ískaldri, sólgulri mímósu. Kampavínsglasið samt kámugt. Mótsagnir alls staðar! Haustið angar til dæmis bæði af nýju upphafi og rotnandi laufblöðum. Sennilega endist mér ekki ævin til að njóta lífsins til fullnustu, segi ég við vinkonu. Ímynda mér orðin bergmálandi um aldur og ævi. Hljóðöldur sem deyja ekki út. Þýðingarlaus, ljóslifandi augnablik verða ódauðleg, snerta óvart hversdagsleika fólks í framtíðinni.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun