Hljóðin endalaus María Elísabet Bragadóttir skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Ímynda mér til gamans að hljóðöldur deyi ekki út. Aragrúi orða sem féllu fyrir árþúsundum síðan eru enn á ferðalagi um heiminn. Kveinstafir, bollaleggingar, siðfágaðar rökræður. Uppgjör elskenda og hatursfull rifrildi svarinna óvina. Þú líka Brútus, af hverju borða þau ekki bara kökur, ég á mér draum, ekki gleyma að kaupa klósettpappír, nei takk, ég hef óbeit á túnfisksalati. Hurðarskellur, ískrandi hlátur, lágvært snökt. Syngjandi bíbbið í verðskönnum lifir eilíflega. Rennur saman við sverðaglamur úr forneskju og einhver teygir sig í flatkökubréf. Brúnskellóttur, ókunnugur hundur eltir skottið sitt í fimm sekúndna upptöku á Snapchat. Þú nærð augnsambandi við sjálfa þig í spegli með sporöskjulaga bambusramma. Hvað kostar flugmiði til Balí? Kannski hefðirðu átt að fara í listnám. Þú ættir að fjárfesta í djúpsteikingarpotti. Eða eyða Facebook-aðganginum þínum og gróðursetja tré. Eða prófa fitufrystingu. Fyndið hvað árin líða hratt, ég meina áratugirnir. Ég hleyp í loftköstum fram af hjara disklaga heims og hrapa í frumstæðu myrkri. Hrapa umvafin nýjum og fornum orðaskiptum þó mannseyrað greini þau ekki. Ranka svo við mér á leigumarkaðnum, haldandi á ískaldri, sólgulri mímósu. Kampavínsglasið samt kámugt. Mótsagnir alls staðar! Haustið angar til dæmis bæði af nýju upphafi og rotnandi laufblöðum. Sennilega endist mér ekki ævin til að njóta lífsins til fullnustu, segi ég við vinkonu. Ímynda mér orðin bergmálandi um aldur og ævi. Hljóðöldur sem deyja ekki út. Þýðingarlaus, ljóslifandi augnablik verða ódauðleg, snerta óvart hversdagsleika fólks í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun
Ímynda mér til gamans að hljóðöldur deyi ekki út. Aragrúi orða sem féllu fyrir árþúsundum síðan eru enn á ferðalagi um heiminn. Kveinstafir, bollaleggingar, siðfágaðar rökræður. Uppgjör elskenda og hatursfull rifrildi svarinna óvina. Þú líka Brútus, af hverju borða þau ekki bara kökur, ég á mér draum, ekki gleyma að kaupa klósettpappír, nei takk, ég hef óbeit á túnfisksalati. Hurðarskellur, ískrandi hlátur, lágvært snökt. Syngjandi bíbbið í verðskönnum lifir eilíflega. Rennur saman við sverðaglamur úr forneskju og einhver teygir sig í flatkökubréf. Brúnskellóttur, ókunnugur hundur eltir skottið sitt í fimm sekúndna upptöku á Snapchat. Þú nærð augnsambandi við sjálfa þig í spegli með sporöskjulaga bambusramma. Hvað kostar flugmiði til Balí? Kannski hefðirðu átt að fara í listnám. Þú ættir að fjárfesta í djúpsteikingarpotti. Eða eyða Facebook-aðganginum þínum og gróðursetja tré. Eða prófa fitufrystingu. Fyndið hvað árin líða hratt, ég meina áratugirnir. Ég hleyp í loftköstum fram af hjara disklaga heims og hrapa í frumstæðu myrkri. Hrapa umvafin nýjum og fornum orðaskiptum þó mannseyrað greini þau ekki. Ranka svo við mér á leigumarkaðnum, haldandi á ískaldri, sólgulri mímósu. Kampavínsglasið samt kámugt. Mótsagnir alls staðar! Haustið angar til dæmis bæði af nýju upphafi og rotnandi laufblöðum. Sennilega endist mér ekki ævin til að njóta lífsins til fullnustu, segi ég við vinkonu. Ímynda mér orðin bergmálandi um aldur og ævi. Hljóðöldur sem deyja ekki út. Þýðingarlaus, ljóslifandi augnablik verða ódauðleg, snerta óvart hversdagsleika fólks í framtíðinni.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun