Innlent

Fimm undanþágur frá banni við verðtryggðum lánum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni og Sigurður Ingi á fundinum í dag.
Bjarni og Sigurður Ingi á fundinum í dag. vísir/gva
Óheimilt verður að veita verðtryggð neytendalán, með jafngreiðslufyrirkomulagi, til lengri tíma en 25 ára verði frumvarp fjármálaráðherra að lögum. Frumvarpið var lagt fram í dag.

Í frumvarpinu er að finna fimm undanþágur frá reglunni. Fólki undir 35 ára aldri verður heimilt að taka verðtryggð lán með allt að fjörutíu ára endurgreiðslutíma og fólki á aldursbilinu 35-39 ára verður heimilt að taka verðtryggt lán sé lántökutími 35 ár eða minna. Þá geta 40-44 ára aðilar tekið verðtryggt lán til þrjátíu ára.

Þá er einnig kveðið á um að heimilt sé að taka verðtryggt lán ef veðsetningarhlutfall verður ekki hærra en fimmtíu prósent á lántökudegi. Einstaklingar með 3,5 milljónir eða minna í skattskyldar tekjur á næstliðnu ári, eða pör með sex milljónir í skattskyldar tekjur eða minna, eiga einnig áfram kost á því að taka verðtryggt lán.

Lagt er til að lögin taki gildi um næstu áramót.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×