Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. ágúst 2016 14:13 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20