ESB-klúður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Að baki umsókninni lá þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna. Í tillögunni fólst að þegar aðildarsamningur lægi fyrir skyldi þjóðin staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá upphafi lá fyrir að ekki væri þingmeirihluti fyrir inngöngu í ESB, og líklega heldur ekki meðal þjóðarinnar. Vinstri-grænir fengust einungis til þess að styðja þingsályktunartillöguna vegna hefðbundinna hrossakaupa við gerð stjórnarsáttmála. Sennilega var enginn þingmaður flokksins raunverulegur stuðningsmaður inngöngu í ESB. Aðildarsinna var í raun ekki að finna annars staðar en í Samfylkingunni, með örfáum undantekningum. Þrátt fyrir þetta beitti Samfylkingin sér fyrir því að aðildarferlið hæfist. Af stað var hrundið atburðarás þar sem tíma, fé og og vinnu rándýrra sérfræðinga var eytt í að fínpússa samninga sem aldrei var raunhæft að yrðu að veruleika. Heilt ráðuneyti var skipulagt til að einblína á aðildarferlið í fyrirsjáanlegri framtíð. Samt var ESB-ferðin alltaf án fyrirheits og umsóknin að endingu dregin til baka. Nú situr utanríkisráðuneytið uppi með hóp sérfræðinga í Evrópumálum, sem eru verkefnalausir. Góð regla í samningum er að útiloka aldrei neina möguleika ótilneyddur. Samningsstaðan er auðvitað betri ef viðsemjandanum hefur ekki tekist að króa þig af úti í horni. Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að Evrópudyrunum hefur verið skellt á Íslendinga – í bili. Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefur verið slegin út af borðinu sem raunhæfur kostur í þjóðfélagsumræðunni. Sá sem mest vildi, klúðraði. Af hverju ætti Evrópusambandið annars að taka upp þráðinn að nýju eftir það sem á undan er gengið? Af hverju ætti þjóðin að veðja á annað svona leikrit? Umræðan um verðtrygginguna sem nú á sér stað er birtingarmynd þessarar stöðu. Flestir, nema þeir sem neita að sjá og skilja, átta sig á því að verðtrygging og króna eru tvær hliðar á sama peningnum. Það er erfitt með sannfærandi rökstuðningi að vera hvort tveggja í senn stuðningsmaður krónunnar og andstæðingur verðtryggingarinnar. Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn, Samfylkingin, á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika. Flokkurinn klúðraði draumsýn margra okkar og skaðaði hagsmuni lands og þjóðar. Því skyldi engan undra að Samfylkingin eigi nú erfitt uppdráttar og reyni að samsama sig Pírötum af því að þeir eiga upp á pallborðið þessa stundina. Fall flokksins, sem fyrir stuttu taldi sig annan turnanna í íslenskum stjórnmálum er hátt. Sennilega væri flokksmönnum hollast að líta í eigin barm eftir sökudólgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Að baki umsókninni lá þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna. Í tillögunni fólst að þegar aðildarsamningur lægi fyrir skyldi þjóðin staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá upphafi lá fyrir að ekki væri þingmeirihluti fyrir inngöngu í ESB, og líklega heldur ekki meðal þjóðarinnar. Vinstri-grænir fengust einungis til þess að styðja þingsályktunartillöguna vegna hefðbundinna hrossakaupa við gerð stjórnarsáttmála. Sennilega var enginn þingmaður flokksins raunverulegur stuðningsmaður inngöngu í ESB. Aðildarsinna var í raun ekki að finna annars staðar en í Samfylkingunni, með örfáum undantekningum. Þrátt fyrir þetta beitti Samfylkingin sér fyrir því að aðildarferlið hæfist. Af stað var hrundið atburðarás þar sem tíma, fé og og vinnu rándýrra sérfræðinga var eytt í að fínpússa samninga sem aldrei var raunhæft að yrðu að veruleika. Heilt ráðuneyti var skipulagt til að einblína á aðildarferlið í fyrirsjáanlegri framtíð. Samt var ESB-ferðin alltaf án fyrirheits og umsóknin að endingu dregin til baka. Nú situr utanríkisráðuneytið uppi með hóp sérfræðinga í Evrópumálum, sem eru verkefnalausir. Góð regla í samningum er að útiloka aldrei neina möguleika ótilneyddur. Samningsstaðan er auðvitað betri ef viðsemjandanum hefur ekki tekist að króa þig af úti í horni. Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að Evrópudyrunum hefur verið skellt á Íslendinga – í bili. Evrópusambandsaðild og upptaka evru hefur verið slegin út af borðinu sem raunhæfur kostur í þjóðfélagsumræðunni. Sá sem mest vildi, klúðraði. Af hverju ætti Evrópusambandið annars að taka upp þráðinn að nýju eftir það sem á undan er gengið? Af hverju ætti þjóðin að veðja á annað svona leikrit? Umræðan um verðtrygginguna sem nú á sér stað er birtingarmynd þessarar stöðu. Flestir, nema þeir sem neita að sjá og skilja, átta sig á því að verðtrygging og króna eru tvær hliðar á sama peningnum. Það er erfitt með sannfærandi rökstuðningi að vera hvort tveggja í senn stuðningsmaður krónunnar og andstæðingur verðtryggingarinnar. Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn, Samfylkingin, á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika. Flokkurinn klúðraði draumsýn margra okkar og skaðaði hagsmuni lands og þjóðar. Því skyldi engan undra að Samfylkingin eigi nú erfitt uppdráttar og reyni að samsama sig Pírötum af því að þeir eiga upp á pallborðið þessa stundina. Fall flokksins, sem fyrir stuttu taldi sig annan turnanna í íslenskum stjórnmálum er hátt. Sennilega væri flokksmönnum hollast að líta í eigin barm eftir sökudólgum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun