Upphefð hinna uppteknu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 06:00 Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun
Þessi tilhneiging hefur verið rík síðustu ár. Líkt og fátt þyki fínna. Hámörkun mannlegrar upphefðar. Fólk segir frá því á innsoginu og stækkar samstundis um nokkur númer. Ég er bara svo ótrúlega bissí. Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu. Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi. Er ekki kominn tími til að endurskilgreina hugmyndina um velgengni? Nýtur sá ekki mestrar velgengni sem hefur hvað mest frelsi? Sá sem hefur vald yfir eigin tíma? Sá sem hámarkar eigin hamingju - jafnvel annarra? Sá sem alls ekki er alltaf svo upptekinn? Mörg einblínum við svo á framtíðar velgengni að við sjáum ekki dásemdir dagsins í dag. Reglulega erum við svo áminnt um dauðann sem gæti vitjað okkar hvenær sem er. Tíminn er takmarkaður. Lífið er ekki á morgun. Það hefst ekki einbýlishúsi síðar. Það hefst ekki stöðuhækkun síðar. Lífið er núna. Gleymum ekki að njóta.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun