Hátt hlutfall stórlaxa í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2016 14:14 Flott morgunveiði í Eystri Rangá Mynd: www.ranga.is Veiðin í Eystri Rangá hefur verið nokkuð jöfn síðustu daga en að meðaltali eru að koma upp um 50 laxar á dag. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 2.481 lax en heildarveiðin allt tímabilið í fyrra var 2.749 laxar svo það er vel ljóst að áin fer vel yfir þá tölu. Það sem vantar kannski helst er að sjá meira af smálaxi en ekki ber að skilja þá yfirlýsingu svo að lítið sé af laxi í ánni, það er langt frá því og það sem auk þess gerir veiðina í Eystri Rangá jafn eftirsótta og raun er er að í henni er líklega eitt hæsta stórlaxa hlutfall sem fyrir finnst á landinu en um 80% af heildarveiðinni núna er skilgreint sem stórlax. Laxinn er að finna víða í ánni en eins og oft vill hann gjarnan safnast fyrir á ákveðnum stöðum en þrátt fyrir að hann geri það er veiðin góð í flestum hyljum. Áin er uppseld í ágúst en laus leyfi er hægt að finna á vefsíðu Eystri Rangár, www.ranga.is Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið nokkuð jöfn síðustu daga en að meðaltali eru að koma upp um 50 laxar á dag. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 2.481 lax en heildarveiðin allt tímabilið í fyrra var 2.749 laxar svo það er vel ljóst að áin fer vel yfir þá tölu. Það sem vantar kannski helst er að sjá meira af smálaxi en ekki ber að skilja þá yfirlýsingu svo að lítið sé af laxi í ánni, það er langt frá því og það sem auk þess gerir veiðina í Eystri Rangá jafn eftirsótta og raun er er að í henni er líklega eitt hæsta stórlaxa hlutfall sem fyrir finnst á landinu en um 80% af heildarveiðinni núna er skilgreint sem stórlax. Laxinn er að finna víða í ánni en eins og oft vill hann gjarnan safnast fyrir á ákveðnum stöðum en þrátt fyrir að hann geri það er veiðin góð í flestum hyljum. Áin er uppseld í ágúst en laus leyfi er hægt að finna á vefsíðu Eystri Rangár, www.ranga.is
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði