Leggja til víðtækar breytingar á búvörusamningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 14:17 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. Tíu ára samningstíminn hefur meðal annars verið gagnrýndur sem og ákvæði um verðlagningu mjólkurvara. Fyrst var greint frá breytingatillögunum í hádegisfréttum RÚV en Fréttablaðið fjallaði ítarlega um fyrirhugaðar breytingar á búvörusamningum fyrr í sumar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndir segir að breytingarnar frá því frumvarpi sem lagt var fram í þinginu séu víðtækar. „Í fyrsta lagi snýr þetta að tímalengd samningsins. Við útfærum endurskoðunarákvæðið árið 2019 þannig að þá skuli kosið að nýju um samninginn á meðal bænda og hann skuli aftur lagður fyrir Alþingi. Við leggjum mjög hörð fyrirmæli um það hvernig samningurinn skuli endurskoðaður með aðkomu allra hagsmunaðila, neytenda, verslunar og þjónustu og svo framvegis,“ segir Jón en hugmyndin er að á næstu árum fari fram nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. Þá verða ákvæði sem snúa að breytingum á verðmyndunarkerfi búvara felld út en inn í allsherjar endurskoðunina sem fram á að fara til ársins 2019 verður sérstaklega hugað að því hvernig verðmyndunarkerfi búvara skuli breytt. „Það verðmyndunarkerfi sem við höfum í dag verður því áfram í gildi en við bætum inn ákvæðum sem segja til um að fulltrúar smærri framleiðenda skuli fá sæti í verðlagsnefnd búvara og tryggjum með öðrum hætti líka hagsmuni minni framleiðenda varðandi afhendingarverð á hrávöru og slíku.“ Jón segir að þessi atriði varðandi verðmyndunarkerfið hafi verið það sem Samkeppniseftirlitið gagnrýndi hvað mest í nýjum búvörusamningum og segir hann nefndina hafa til að mynda breytt aðkomu minni framleiðenda að verðlagsnefnd búvara í samræmi við tillögur eftirlitsins. „Síðan er veruleg breyting fólgin í atriði sem tengist tollasamningnum við Evrópusambandið þar sem kveðið var á um að á næstu fjórum árum hefði trappast inn á markaðinn 230 tonn af erlendum sérostum í staðinn fyrir þau tuttugu tonn sem flytja má inn núna. Við leggjum til að þessi breyting taki gildi strax 1. janúar 2017, það er að þá verði strax heimilt að flytja inn 230 tonn af þessum ostum,“ segir Jón og bætir við að með þessu fái MS meðal annars aukna samkeppni. Ostarnir verða án tollverndar og þá verður úthlutunarreglum tollkvóta á þeim breytt þannig að þeir verða ekki boðið upp heldur verður varpað hlutkesti. Í dag eru akkúrat tveir mánuðir þar til Alþingiskosningar fara fram og kveðst Jón vera bjartsýnn á að þingið nái að afgreiða búvörusamningana áður en þing verður rofið og gengið til kosninga. Hann segir að meirihlutinn telji mikilvægt að klára málið en að því verði ekki vísað frá eins og Björt framtíð hefur lagt til. „Já, ég er mjög bjartsýnn á að þingið nái að klára þetta mál og önnur stór mál sem bíða afgreiðslu. Það er lagt upp með það og við höfum fast að því tvo mánuði til þingstarfa og menn eiga bara að nota tímann vel og klára þau góðu mál sem eru hér í farvatninu.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Engin sátt er um breytt búvörulög Þingflokkur BF telur breytingartillögur á búvörulögum ekki ganga nógu langt. Trúnaður ríkir um breytingartillögur meirihlutans. 11. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningum verði vísað frá Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. 13. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Meirhluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í morgun víðtækar breytingar á frumvarpi um búvörulög en búvörusamningar sem undirritaðir voru af hálfu ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands síðastliðinn vetur hafa sætt mikilli gagnrýni. Tíu ára samningstíminn hefur meðal annars verið gagnrýndur sem og ákvæði um verðlagningu mjólkurvara. Fyrst var greint frá breytingatillögunum í hádegisfréttum RÚV en Fréttablaðið fjallaði ítarlega um fyrirhugaðar breytingar á búvörusamningum fyrr í sumar. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndir segir að breytingarnar frá því frumvarpi sem lagt var fram í þinginu séu víðtækar. „Í fyrsta lagi snýr þetta að tímalengd samningsins. Við útfærum endurskoðunarákvæðið árið 2019 þannig að þá skuli kosið að nýju um samninginn á meðal bænda og hann skuli aftur lagður fyrir Alþingi. Við leggjum mjög hörð fyrirmæli um það hvernig samningurinn skuli endurskoðaður með aðkomu allra hagsmunaðila, neytenda, verslunar og þjónustu og svo framvegis,“ segir Jón en hugmyndin er að á næstu árum fari fram nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. Þá verða ákvæði sem snúa að breytingum á verðmyndunarkerfi búvara felld út en inn í allsherjar endurskoðunina sem fram á að fara til ársins 2019 verður sérstaklega hugað að því hvernig verðmyndunarkerfi búvara skuli breytt. „Það verðmyndunarkerfi sem við höfum í dag verður því áfram í gildi en við bætum inn ákvæðum sem segja til um að fulltrúar smærri framleiðenda skuli fá sæti í verðlagsnefnd búvara og tryggjum með öðrum hætti líka hagsmuni minni framleiðenda varðandi afhendingarverð á hrávöru og slíku.“ Jón segir að þessi atriði varðandi verðmyndunarkerfið hafi verið það sem Samkeppniseftirlitið gagnrýndi hvað mest í nýjum búvörusamningum og segir hann nefndina hafa til að mynda breytt aðkomu minni framleiðenda að verðlagsnefnd búvara í samræmi við tillögur eftirlitsins. „Síðan er veruleg breyting fólgin í atriði sem tengist tollasamningnum við Evrópusambandið þar sem kveðið var á um að á næstu fjórum árum hefði trappast inn á markaðinn 230 tonn af erlendum sérostum í staðinn fyrir þau tuttugu tonn sem flytja má inn núna. Við leggjum til að þessi breyting taki gildi strax 1. janúar 2017, það er að þá verði strax heimilt að flytja inn 230 tonn af þessum ostum,“ segir Jón og bætir við að með þessu fái MS meðal annars aukna samkeppni. Ostarnir verða án tollverndar og þá verður úthlutunarreglum tollkvóta á þeim breytt þannig að þeir verða ekki boðið upp heldur verður varpað hlutkesti. Í dag eru akkúrat tveir mánuðir þar til Alþingiskosningar fara fram og kveðst Jón vera bjartsýnn á að þingið nái að afgreiða búvörusamningana áður en þing verður rofið og gengið til kosninga. Hann segir að meirihlutinn telji mikilvægt að klára málið en að því verði ekki vísað frá eins og Björt framtíð hefur lagt til. „Já, ég er mjög bjartsýnn á að þingið nái að klára þetta mál og önnur stór mál sem bíða afgreiðslu. Það er lagt upp með það og við höfum fast að því tvo mánuði til þingstarfa og menn eiga bara að nota tímann vel og klára þau góðu mál sem eru hér í farvatninu.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Engin sátt er um breytt búvörulög Þingflokkur BF telur breytingartillögur á búvörulögum ekki ganga nógu langt. Trúnaður ríkir um breytingartillögur meirihlutans. 11. ágúst 2016 07:00 Búvörusamningum verði vísað frá Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. 13. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Engin sátt er um breytt búvörulög Þingflokkur BF telur breytingartillögur á búvörulögum ekki ganga nógu langt. Trúnaður ríkir um breytingartillögur meirihlutans. 11. ágúst 2016 07:00
Búvörusamningum verði vísað frá Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. 13. ágúst 2016 06:00