Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:37 Þegar eru svokallaðir kynlausir klefar í Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Laugardalslaug. Vísir/Reykjavíkurborg Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr. Sundlaugar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr.
Sundlaugar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira