Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 12:37 Þegar eru svokallaðir kynlausir klefar í Árbæjarlaug, Grafarvogslaug og Laugardalslaug. Vísir/Reykjavíkurborg Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr. Sundlaugar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Til stendur að koma upp svokölluðum kynlausum klefum í öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar, að sögn Þórgnýs Thorodssen, formanns íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir klefana hafa gefið góða raun. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók á síðasta fundi sínum bréf frá mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um kynlausa klefa og klósett. Þórgnýr segir að samstaða hafi náðst um að kynlausum klefum verði komið upp í öllum sundlaugum borgarinnar, en nú þegar eru slíkir klefar í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug. „Þar eru einstaklingsklefar í boði og hafa gefist mjög vel. Þannig að þeir sem þurfa á þeim að halda, af hverjum þeim sökum sem þar kunna að vera, geta þá fengið að nota þá klefa. Þessi tillaga í raun snýr að því að halda áfram á þessari braut; að þegar tækifæri gefast að koma þá upp einstaklingsklefum,” segir Þórgnýr og bætir við að nú sé verið að skoða að setja upp slíka klefa í Sundhöllinni. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar minni háttar. „Kostnaðurinn er óverulegur þegar þetta er gert með öðrum verkum. Þannig að tillagan lýtur í raun að því að taka mið af þessum þörfum í hönnun, þannig að þetta er gert í flúkti við önnur verkefni og þar af leiðandi er nokkuð auðvelt að bregðast við þessu” Kynlausir klefar eru líkt og Þórgnýr bendir á einstaklingsklefar, en aðspurður segir hann þá ekki einungis sérsniðna að transfólki. „Þeim var fyrst komið upp til að bregðast við þörfum þess sem er til dæmis í hjólastól en transfólk hefur eitthvað nýtt þessa klefa en minna en kannski við höfum vonað. Kannski vegna þess að það fólk hefur ekki verið nægilega meðvitað um tilvist þessara klefa í þeirra hópi. Við höfum komið þeim skilaboðum áleiðis hins vegar. Síðan eru þarna líka foreldrar með börn sem eru með einhvers konar sérþarfir, sem annars þyrftu að vera í sínum kynklefa. Þannig að það eru ýmsir hópar sem geta nýtt þessa klefa,” segir Þórgnýr.
Sundlaugar Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira