Flott veiði í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2016 14:00 Flott veiði úr Hraunsfirði Mynd: Tómas Skúlason (www.veidikortid.is) Veiðin í Hraunsfirði hefur verið góð í sumar. Hún fór vel af stað strax á fyrsta degi en mánuður er enn eftir af veiðitímanum þar. Það sætir furðu að margir veiðimenn sem eltast mest við silung eru búnir að leggja stöngunum fyrir veturinn því núna er góður tíma í mörgum vötnum og er Hraunsfjörður gott dæmi um það. Á góðum degi þegar aðstæður hafa verið góðar eru margir veiðimenn að fá 5-15 bleikjur yfir daginn. Nú þegar hafa líka nokkrir laxar verið dregnir á þurrt en þeir eru ekki margir. Bleikjurnar eru vænar og vel haldnar og stútfullar af marfló enda hafa þeir veiðimenn sem best hafa fiskað tekið mest á flugur sem líkjast henni. Veiðitíminn í Hraunsfirði stendur til 30. september og þarna má gera mjög góða veiði alveg til loka tímabils. Mörg vötnin loka 1. september en það má þó víða veiða bleikju og urriða til loka september og þetta er virkilega fínn tími ef það viðrar þokkalega. Af öðrum silungsslóðum er það að frétta að sjóbirtingurinn er farinn að ganga víða í ánum fyrir austan og besti tíminn fyrir hann er framundan svo það er engin ástæða fyrir því að leggja stöngunum og bera fyrir sig kuldalegum dögum. Það er bara að klæða þetta af sér og láta slag standa. Það er fátt eins gaman og að setja í stóra nýgengna sjóbirtinga. Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði
Veiðin í Hraunsfirði hefur verið góð í sumar. Hún fór vel af stað strax á fyrsta degi en mánuður er enn eftir af veiðitímanum þar. Það sætir furðu að margir veiðimenn sem eltast mest við silung eru búnir að leggja stöngunum fyrir veturinn því núna er góður tíma í mörgum vötnum og er Hraunsfjörður gott dæmi um það. Á góðum degi þegar aðstæður hafa verið góðar eru margir veiðimenn að fá 5-15 bleikjur yfir daginn. Nú þegar hafa líka nokkrir laxar verið dregnir á þurrt en þeir eru ekki margir. Bleikjurnar eru vænar og vel haldnar og stútfullar af marfló enda hafa þeir veiðimenn sem best hafa fiskað tekið mest á flugur sem líkjast henni. Veiðitíminn í Hraunsfirði stendur til 30. september og þarna má gera mjög góða veiði alveg til loka tímabils. Mörg vötnin loka 1. september en það má þó víða veiða bleikju og urriða til loka september og þetta er virkilega fínn tími ef það viðrar þokkalega. Af öðrum silungsslóðum er það að frétta að sjóbirtingurinn er farinn að ganga víða í ánum fyrir austan og besti tíminn fyrir hann er framundan svo það er engin ástæða fyrir því að leggja stöngunum og bera fyrir sig kuldalegum dögum. Það er bara að klæða þetta af sér og láta slag standa. Það er fátt eins gaman og að setja í stóra nýgengna sjóbirtinga.
Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði