Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir að markmiðið hafi verið að taka eiginmann sinn niður. Vísir/Valli „Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu. Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu.
Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46