Veiði lokið í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Grímur með 12.5 punda urriða úr Ónefndavatni. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Þá er stangveiðitímabilinu lokið þetta árið í Veiðivötnum og veiðtölur liggja fyrir eftir ágætt sumar. Veiði lauk 24. ágúst og að þessu sinni veiddust 21.066 fiskar sem skiptist þannig að alls veiddust 8.984 urriðar og 12.082 bleikjur. Þetta er besta veiði úr Veiðivötnum síðan 2011 og veiðimenn sem komu úr vötnunum í sumar lýstu því ágætlega að mun meira líf var núna en t.d. í fyrra en það var líka mikill munur á veðruskilyrðum. Þetta sumar var mun hlýrra og færri dagar þar sem vötnin voru óveiðandi vegna roks. Að þessu sinni veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni en þar komu 4.994 á land. Litlisjór var næstur með 4.652 fiska. Langavatn, Nýjavatn, Hraunvötn og Ónýtavatn gáfu einnig góða veiði. Töluverður fjöldi veiðimanna er farinn að gera sér ferðir í vötnin eingöngu til að gera út á bleikjuna enda hefur henni fjölgað mikið í nokkrum vötnum og hún er ekkert síður skemmtilegur fiskur að eiga við en urriðinn. Stærsti fiskurinn þetta sumarið veiddist í Ónefndavatni og var sá 12.5 pund. Hann veiddist á heimagerðan spún. Frekari upplýsingar um veiðina í vötnunum, meðalþyngd og skiptingu tegunda má finna á heimasíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Þá er stangveiðitímabilinu lokið þetta árið í Veiðivötnum og veiðtölur liggja fyrir eftir ágætt sumar. Veiði lauk 24. ágúst og að þessu sinni veiddust 21.066 fiskar sem skiptist þannig að alls veiddust 8.984 urriðar og 12.082 bleikjur. Þetta er besta veiði úr Veiðivötnum síðan 2011 og veiðimenn sem komu úr vötnunum í sumar lýstu því ágætlega að mun meira líf var núna en t.d. í fyrra en það var líka mikill munur á veðruskilyrðum. Þetta sumar var mun hlýrra og færri dagar þar sem vötnin voru óveiðandi vegna roks. Að þessu sinni veiddust flestir fiskar í Snjóölduvatni en þar komu 4.994 á land. Litlisjór var næstur með 4.652 fiska. Langavatn, Nýjavatn, Hraunvötn og Ónýtavatn gáfu einnig góða veiði. Töluverður fjöldi veiðimanna er farinn að gera sér ferðir í vötnin eingöngu til að gera út á bleikjuna enda hefur henni fjölgað mikið í nokkrum vötnum og hún er ekkert síður skemmtilegur fiskur að eiga við en urriðinn. Stærsti fiskurinn þetta sumarið veiddist í Ónefndavatni og var sá 12.5 pund. Hann veiddist á heimagerðan spún. Frekari upplýsingar um veiðina í vötnunum, meðalþyngd og skiptingu tegunda má finna á heimasíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði