Innlent

Guðfinna kemur Sigmundi til varnar: Segir „persónulega óvild“ Höskuldar í garð formannsins „vandræðalega“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðfinna Jóhanna kemur Sigmundi Davíð til varnar á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið en Höskuldur Þórhallsson gagnrýnir skrif formannsins um flugvöllinn í grein í Fréttablaðinu í dag.
Guðfinna Jóhanna kemur Sigmundi Davíð til varnar á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið en Höskuldur Þórhallsson gagnrýnir skrif formannsins um flugvöllinn í grein í Fréttablaðinu í dag. vísir
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir persónulega óvild Höskulds Þórhallssonar í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins vandræðalega.

 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Guðfinnu þar sem hún deilir grein Höskuldar sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar gagnrýnir hann harðlega skrif Sigmundar um Reykjavíkurflugvöll í Morgunblaðinu í liðinni viku.

Guðfinna segir að Höskuldur „hefði betur lesið grein Sigmundar, dóm Hæstaréttar og sett sig inn í flugvallarmálið eins og honum bar að gera sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Þessi persónulega óvild hans í garð Sigmundar er alveg vandræðaleg og endurspeglast í þekkingar- og áhugaleysi Höskuldar á flugvallarmálinu.“

Hún telur að Höskuldur hafi verið í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann hafi hins vegar ekki notað vald sitt til þess.

„Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar var í lykilstöðu til að koma í veg fyrir lokun neyðarbrautarinnar en hann tók ekkert mark á innsendum athugasemdum og rökum. Höskuldur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar er sá aðili sem hefði getað brugðist við þegar öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna sendi vel rökstuddar athugasemdir á umhverfis- og samgöngunefnd í september í fyrra um að nothæfisstuðullinn væri rangt reiknaður. Hér að neðan er grein um það. Ef hann hefði gert það hefði niðurstaðan í neyðarbrautarmálinu verið önnur. Valdið var hans en hann notaði það ekki. Margt hefur veið skrifað og sagt í flugvallarmálinu, þessi grein hans Höskuldar slær öll met í þekkingarleysi.“


Tengdar fréttir

Höskuldur skorar Sigmund Davíð á hólm

Höskuldur Þórhallsson vonast til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra gefi kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×