Handbolti

Bjarki Már markahæstur í sigri Berlínarrefanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már byrjar nýtt tímabil af krafti.
Bjarki Már byrjar nýtt tímabil af krafti. vísir/afp
Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Füchse Berlin sem vann fimm marka útisigur, 22-27, á Wetzlar í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Bjarki skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum í leiknum í kvöld. Tékkinn Petar Nenadic kom næstur með sex mörk og þýski landsliðsmaðurinn Fabian Wiede gerði fimm mörk.

Berlínarrefirnir voru með undirtökin allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig almennilega frá Wetzlar.

Staðan í hálfleik var 12-14, Füchse Berlin í vil. Heimamenn jöfnuðu metin og komust yfir um miðbik seinni hálfleiks en þá gáfu gestirnir aftur í og náðu ágætis forskoti sem leikmenn Wetzlar náðu ekki að vinna upp.

Erlingur Richardsson er þjálfari Füchse Berlin en hann er á sínu öðru tímabili með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×