"Ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. september 2016 16:30 Höskuldur vill að Sigurður Ingi bjóði sig fram til formanns. Eygló Harðardóttir hefur ekki útilokað formannsframboð en Lilja Alfreðsdóttir segist ekki ætla í framboð gegn Sigmundi. Mynd/samsett „Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira