Birtu myndband af því þegar lögreglan skaut svartan mann til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2016 22:38 Skjáskot úr myndbandinu sem birt var í dag. VÍSIR/SKJÁSKOT Lögreglan í Tulsa í Oklahoma birti í dag myndband og hljóðupptökur af því þegar lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni síðastliðinn föstudag. Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft. Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn. Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð. „Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens. Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar. „Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því. Black Lives Matter Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Lögreglan í Tulsa í Oklahoma birti í dag myndband og hljóðupptökur af því þegar lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni síðastliðinn föstudag. Maðurinn, sem hét Terrence Crutcher, var óvopnaður en í fréttum fyrir helgi sögðu lögregluyfirvöld að hann skotið hefði verið á hann því hann neitaði að fylgja fyrirmælum lögreglu, til að mynda um að setja hendur upp í loft. Á myndbandinu sem birt var í dag sést hins vegar greinilega að Crutcher setur hendurnar upp í loft. Hann fær svo rafstuð úr rafbyssu áður en hann er skotinn. Crutcher lést á sjúkrahúsi af sárum sínum síðar um daginn. Í gær fékk fjölskylda Crutcher sem og nokkrir aðrir aðilar, þar á meðal prestur í Tulsa að nafni Ray Owens. Í viðtali við vefmiðilinn Mic segir Owens að myndbandið af Crutcher og lögreglumönnunum sé eitt það versta sem hann hafi séð. „Maðurinn er að labba í áttina frá lögreglumönnunum með hendur upp í loft. Fyrir mér sýnir það að það stafar engin ógn af honum,“ segir Owens. Presturinn hefur þekkt Crutcher-fjölskylduna. Hann segir viðbrögð lögreglunnar til skammar. „Viðbrögð lögreglunnar þegar maðurinn er kominn í götuna... Það leið meira en mínúta áður en þeir fóru að huga að honum og kalla eftir læknisaðstoð. Lögreglan virtist ekki vera mikið að spá í því.“ Myndbandið má sjá hér að neðan en vert er að vara viðkvæma við því.
Black Lives Matter Tengdar fréttir Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42 Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Fallið frá öllum ákærum vegna dauða Freddie Gray Saksóknari hélt eldræðu þegar þetta var tilkynnt í dag en hún segir niðurstöðuna pínlega. 27. júlí 2016 21:42
Mótmæli í Milwaukee eftir að lögreglumaður skaut vegfaranda til bana Mótmælendur skutu af byssum, köstuðu múrsteinum og kveiktu í bensínstöð í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að lögreglumaður skaut vopnaðan vegfaranda til bana í borginni. 14. ágúst 2016 09:28