Yfir 100 milljarða búvörusamningar Heiðar Lind Hansson skrifar 17. september 2016 07:00 Greiðslur vegna búvörusamninga árið 2017 Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Alþingi samþykkti umdeild lög í liðinni viku sem kveða á um breytingar á lögum tengdum búvörusamningunum við Bændasamtökin sem undirritaðir voru í febrúar á þessu ári. Með breytingunum geta samningarnir tekið gildi, en gildistími þeirra er til tíu ára, eða frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2026. Ein af breytingunum sem þingið gerði var að flýta endurskoðun samninganna, en upphaflega átti fyrsta endurskoðun þeirra að fara fram 2019. Í staðinn voru sett inn ákvæði um að ráðherra landbúnaðarmála skipi samráðshóp sem hafi það hlutverk að endurskoða búvörusamningana. Hópurinn skal skipaður fyrir 18. október nk., en í honum eiga að sitja fulltrúar afurðastöðva, atvinnulífsins, bænda, launþega og neytenda. Hann á að ljúka störfum fyrir 2019. Einnig fóru inn ákvæði sem skylda afurðastöðvar til að selja öðrum vinnsluaðilum mjólk á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvara. Önnur veigamikil breyting er að kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu verður lagt af. Í staðinn verða teknar upp greiðslur út á innvegna mjólk og gripagreiðslur í mjólkurframleiðslu og álagsgreiðslur út frá gæðastýrðri framleiðslu í sauðfjárrækt. Einnig voru sett inn ákvæði sem skylda ráðherra til að skipa áheyrnarfulltrúa minni vinnslufyrirtækja mjólkur í verðlagsnefnd búvara. Þá eru framlög vegna nýsköpunar í landbúnaði aukin.Lömb í haga í íslenskri sveit.vísir/stefánBúvörusamningarnir eru fjórir talsins, þ.e. rammasamningur um almenn starfsskilyrði í landbúnaði og þrír samningar um sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Meginmarkmið þeirra er að auka verðmætasköpun í sveitum landsins og nýta sem best tækifærin sem þar bjóðast til að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Kostnaður ríkissjóðs fyrsta ár samninganna er áætlaður um 13,7 milljarðar króna. Áformað er að upphæðirnar fari lækkandi út samningstímann, en gert er ráð fyrir að þær verði 12,6 milljarðar árið 2026. Samkvæmt samningunum munu 132,2 milljarðar greiðast úr ríkissjóði á samningstímanum vegna þeirra. Þó skal tekið fram að upphæðirnar gætu breyst sökum verðlagsbreytinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent