Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 2-3 | Davíð Þór skaut FH einum leik frá titlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Flóridana-vellinum skrifar 15. september 2016 20:00 Davíð Þór Viðarsson tryggði FH 3-2 sigur á Fylki á útivelli í 19. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir komst tvisvar yfir í leiknum og var 2-1 yfir í hálfleik. Nokkuð gegn gangi leiksins kom Ragnar Bragi Sveinsson Fylki í 1-0 á 18. mínútu leiksins eftir laglega sókn. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Kassim Doumbia fyrir FH eftir hornspyrnu. Fylkir komst yfir á ný með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Albert Brynjar Ingason fyrrum leikmaður FH skoraði eftir mjög laglega skyndisókn en FH hafði sótt af miklum krafti mínúturnar á undan. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin fyrir FH eftir fjórtán mínútna leik í seinni hálfleik. Davíð Þór Viðarsson tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu skoti á 73. mínútu. Emil Pálsson skaut í slána úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma en Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk að líta rauða spjaldið þegar hann varði með hendi inni í teig í aðdragandanum. FH nægir nú einn sigur í þremur síðustu umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistsaratitilinn annað árið í röð. Fylkir situr eftir í fallsæti en er líkt og fyrir leikinn í kvöld mögulega einum sigri frá því að koma sér úr fallsæti.Af hverju vann FH? Glæsilegt mark Davíðs Þórs Viðarssonar tryggði FH sigurinn og var í lokin það sem skildi á milli. FH var mikið meira með boltann en lenti framan af í vandræðum með að skapa sér færi og verjast öflugum skyndisóknum Fylkis. Stórkostleg tilþrif Davíðs var það sem kom í veg fyrir að sterkur varnarleikur Fylkis og skyndisóknir næði mikilvægu stigi fyrir Fylki í fallbaráttunni. Þó má ekki líta framhjá því að FH hefði geta unnið stærri sigur. Steven Lennon á skot í stöng úr aukaspyrnu og Emil Pálsson skýtur í slána úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Fylkir var aldrei nálægt því að jafna eftir að FH komst yfir en spilamennska Fylkis framan af leik gaf til kynna að liðið á góða möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni.Þessir stóðu upp úr Davíð Þór Viðarsson var mjög öflugur á miðjunni hjá FH og drottnaði í raun yfir öðrum leikmönnum á vellinum fyrir utan að skora sigurmark leiksins. Spánverjinn Alvaro Montejo heldur áfram að heilla í liði Fylkis og má leiða að því líkur að liðið væri ekki í fallsæti hefði hans notið við allt tímabilið.Hvað gekk illa? FH gekk illa að sækja upp hægri kantinn. Kaj Leo í Bartalsstovu lék þar í fyrri hálfleik og virkaði hálf týndur á löngum köflum fyrir utan tvær góðar fyrirgjafir. Jeremy Serwy tók við af Færeyingnum í seinni hálfleik og náði sér engan vegin á strik. Einnig verður að setja spurningarmerki við rauða spjaldið sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk þegar Atli Viðar Björnsson skaut í höndina á honum á marklínu rétt fyrir leikslok. Ásgeir Börkur henti sér fyrir boltann en engin leið er að sjá ásetning í því þegar hann fær boltann í höndina. Klárt víti sem Ívar Orri Kristjánsson dæmir en rauða spjaldið mjög strangur dómur.Hvað gerist næst? Ásgeir Börkur verður því í banni þegar Fylkir mætir Víkingi Reykjavík á útivelli á sunnudaginn. Fylkir þarf sigur í þeim leik til að eiga möguleika á að koma sér úr fallsæti en Fylkir er stigi á eftir ÍBV sem á leik á morgun til góða og þremur stigum frá Víkingi Ólafsvík eftir kvöldið. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið fær Val í heimsókn. FH þarf aðeins einn sigur til viðbótar þegar þrjár umferðir eru eftir til að landa titlinum en liðið á Víkingi Reykjavík og ÍBV í tveimur síðustu umferðunum. Enginn ætti því að veðja gegn FH eins og staðan er núna. Davíð: Erum í frábærri stöðuDavíð Þór Viðarsson tryggði FH 3-2 sigurinn á Fylki í kvöld með glæsilegu skoti af löngu færi. „Þetta er eitt af tveim, þrem flottustu mörkunum. Það er engin spurning. Ég hitti hann hrikalega vel,“ sagði Davíð Þór um markið fallega og mikilvæga. „Þetta var algjör grís. Ég skýt ekki það oft og þegar ég geri það hitti ég yfirleitt ekki markið. Þetta er frekar undantekning.“ FH lenti í miklum vandræðum með Fylki í kvöld en heimamenn börðust mikið, vörðust vel og beittu öflugum skyndisóknum þó FH væri mun meira með boltann og sterkara liðið á vellinum. „Við fáum tvö klaufalega mörk á okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en þeir voru öflugir varnarlega og með góðar og hættulegar skyndisóknir. „Við missum boltann á hættulegum stað í fyrra markinu og í seinna markinu erum við komnir allt of gráðugir í að sækja á þá og skiljum bara tvo eftir á móti tveimur. Þetta eru mörk sem við höfum ekki verið vanir að fá á okkur í sumar en það var sterkt að koma til baka,“ sagði Davíð. Sóknarleikur FH hefur mikið verið gagnrýndur í sumar en liðið skoraði þrjú mörk í kvöld sem flestir tengdir FH ættu að vera ánægðir með. „Við erum í smá basli með að skapa okkur jafn mörg færi og við höfum verið að gera undanfarin ár en á móti kemur þá höfum við oftar leikið gegn liðum sem liggja meira til baka gegn okkur. „Það hefur vantað hjá okkur í sumar að taka nógu góð hlaup inn í teignum og fjölmenna inn í teiginn og svo hafa fyrirgjafirnar ekki alltaf hitt það sem þær eiga að hitta eins og gengur og gerist en við skoruðum þrjú mörk í kvöld sem er frábært,“ sagði Davíð. FH er nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar þrjár umferðir eru eftir en Davíð segir FH-inga ekki leyfa sér að fagna fyrr en titilinn er í höfn. „Við erum í frábærri stöðu en við þurfum þessi þrjú stig í viðbót og ætlum að taka þau á sunnudaginn.“ Hermann: Öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknumVísir„Svekkjandi að taka engan punkt miðað við frammistöðu. Frammistaðan var mjög góð,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir tapið í kvöld. „Skyndisóknirnar voru vel útfærðar. Baráttan góð og skipulagið. Það gekk upp sem við vorum að reyna að gera, að fá þá í lengri bolta og fyrirgjafir. Það gekk vel að verjast því. „Svo veit maður ekki hvað gerist í öðru markinu, það var smá kjaftshögg. Maður tekur fullt af jákvæðum punktum út úr þessu. Þetta var gríðarlega flott frammistaða. Meira er ekki hægt að biðja um,“ sagði Hermann. Fylkir barðist hetjulega í leiknum en varð fyrir áfalli í lokin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði liðsins fékk beint rautt spjald þegar boltinn fór í höndina á honum í teignum á síðustu mínútu leiksins. „Það skiptir alltaf öllu máli hvernig maður labbar útaf vellinum, hvort maður geti borið höfuðið hátt eða ekki og við getum það. Þetta var flott frammistaða og fúlt að hafa ekki fengið neitt út úr því. „Það er öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknum ef þetta er rautt spjald. Þetta er bara víti. Þetta var á síðustu sekúndunum í leiknum og þetta var ekki viljandi. Hann hendir sér einhvern vegin og þetta fer í höndina. „Reglur og bækur og eitthvað en notaðu skynsemina og þá er þetta í lagi. Auðvitað er hann bara óheppinn að fá hann í höndina. Hann hendir sér fyrir og þetta gerist á fullum hraða. Þetta er rándýrt fyrir okkur,“ sagði Hermann. Heimir: Þurfum einn sigur í viðbót„Fylkismenn voru gríðarlega vel skipulagðir og skildu allt eftir á vellinum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir erfiðan 3-2 sigur á Fylki í kvöld. „Þó við höfum verið með undirtökin í fyrri hálfleik þá vorum við ólíkir sjálfum okkur. Varnarlega vorum við ekki nógu öflugir. Það var of langt á milli manna og vorum ekki nógu nálægt mönnunum okkar. Við hjálpuðumst ekki að við þetta en löguðum það í hálfleik og sýndum karakter með að koma til baka og klára þetta.“ FH er nú aðeins þremur stigum frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við skoruðum þrjú mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri. Við áttum skot í stöng og víti í slá og eitt og annað. Við erum fyrst og fremst ánægðir með stigin þrjú. „Við þurfum einn sigur í viðbót. Á meðan svo er þurfum við að halda áfram. Við þurfum að sækja þennan titil,“ sagði Heimir. FH var í sömu stöðu undir lok síðustu leiktíðar og veit hvað þarf til til að tryggja sér titilinn. Mögulega gætti þó einhvers taugatitrings hjá liðinu í fyrri hálfleik í kvöld. „Miðað við fyrri hálfleikinn í þessum leik þá þurfum við að vanda okkur betur gegn Val á sunnudaginn.“vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tryggði FH 3-2 sigur á Fylki á útivelli í 19. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir komst tvisvar yfir í leiknum og var 2-1 yfir í hálfleik. Nokkuð gegn gangi leiksins kom Ragnar Bragi Sveinsson Fylki í 1-0 á 18. mínútu leiksins eftir laglega sókn. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Kassim Doumbia fyrir FH eftir hornspyrnu. Fylkir komst yfir á ný með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Albert Brynjar Ingason fyrrum leikmaður FH skoraði eftir mjög laglega skyndisókn en FH hafði sótt af miklum krafti mínúturnar á undan. Kristján Flóki Finnbogason jafnaði metin fyrir FH eftir fjórtán mínútna leik í seinni hálfleik. Davíð Þór Viðarsson tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu skoti á 73. mínútu. Emil Pálsson skaut í slána úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma en Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk að líta rauða spjaldið þegar hann varði með hendi inni í teig í aðdragandanum. FH nægir nú einn sigur í þremur síðustu umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistsaratitilinn annað árið í röð. Fylkir situr eftir í fallsæti en er líkt og fyrir leikinn í kvöld mögulega einum sigri frá því að koma sér úr fallsæti.Af hverju vann FH? Glæsilegt mark Davíðs Þórs Viðarssonar tryggði FH sigurinn og var í lokin það sem skildi á milli. FH var mikið meira með boltann en lenti framan af í vandræðum með að skapa sér færi og verjast öflugum skyndisóknum Fylkis. Stórkostleg tilþrif Davíðs var það sem kom í veg fyrir að sterkur varnarleikur Fylkis og skyndisóknir næði mikilvægu stigi fyrir Fylki í fallbaráttunni. Þó má ekki líta framhjá því að FH hefði geta unnið stærri sigur. Steven Lennon á skot í stöng úr aukaspyrnu og Emil Pálsson skýtur í slána úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Fylkir var aldrei nálægt því að jafna eftir að FH komst yfir en spilamennska Fylkis framan af leik gaf til kynna að liðið á góða möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni.Þessir stóðu upp úr Davíð Þór Viðarsson var mjög öflugur á miðjunni hjá FH og drottnaði í raun yfir öðrum leikmönnum á vellinum fyrir utan að skora sigurmark leiksins. Spánverjinn Alvaro Montejo heldur áfram að heilla í liði Fylkis og má leiða að því líkur að liðið væri ekki í fallsæti hefði hans notið við allt tímabilið.Hvað gekk illa? FH gekk illa að sækja upp hægri kantinn. Kaj Leo í Bartalsstovu lék þar í fyrri hálfleik og virkaði hálf týndur á löngum köflum fyrir utan tvær góðar fyrirgjafir. Jeremy Serwy tók við af Færeyingnum í seinni hálfleik og náði sér engan vegin á strik. Einnig verður að setja spurningarmerki við rauða spjaldið sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk þegar Atli Viðar Björnsson skaut í höndina á honum á marklínu rétt fyrir leikslok. Ásgeir Börkur henti sér fyrir boltann en engin leið er að sjá ásetning í því þegar hann fær boltann í höndina. Klárt víti sem Ívar Orri Kristjánsson dæmir en rauða spjaldið mjög strangur dómur.Hvað gerist næst? Ásgeir Börkur verður því í banni þegar Fylkir mætir Víkingi Reykjavík á útivelli á sunnudaginn. Fylkir þarf sigur í þeim leik til að eiga möguleika á að koma sér úr fallsæti en Fylkir er stigi á eftir ÍBV sem á leik á morgun til góða og þremur stigum frá Víkingi Ólafsvík eftir kvöldið. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið fær Val í heimsókn. FH þarf aðeins einn sigur til viðbótar þegar þrjár umferðir eru eftir til að landa titlinum en liðið á Víkingi Reykjavík og ÍBV í tveimur síðustu umferðunum. Enginn ætti því að veðja gegn FH eins og staðan er núna. Davíð: Erum í frábærri stöðuDavíð Þór Viðarsson tryggði FH 3-2 sigurinn á Fylki í kvöld með glæsilegu skoti af löngu færi. „Þetta er eitt af tveim, þrem flottustu mörkunum. Það er engin spurning. Ég hitti hann hrikalega vel,“ sagði Davíð Þór um markið fallega og mikilvæga. „Þetta var algjör grís. Ég skýt ekki það oft og þegar ég geri það hitti ég yfirleitt ekki markið. Þetta er frekar undantekning.“ FH lenti í miklum vandræðum með Fylki í kvöld en heimamenn börðust mikið, vörðust vel og beittu öflugum skyndisóknum þó FH væri mun meira með boltann og sterkara liðið á vellinum. „Við fáum tvö klaufalega mörk á okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið með boltann en þeir voru öflugir varnarlega og með góðar og hættulegar skyndisóknir. „Við missum boltann á hættulegum stað í fyrra markinu og í seinna markinu erum við komnir allt of gráðugir í að sækja á þá og skiljum bara tvo eftir á móti tveimur. Þetta eru mörk sem við höfum ekki verið vanir að fá á okkur í sumar en það var sterkt að koma til baka,“ sagði Davíð. Sóknarleikur FH hefur mikið verið gagnrýndur í sumar en liðið skoraði þrjú mörk í kvöld sem flestir tengdir FH ættu að vera ánægðir með. „Við erum í smá basli með að skapa okkur jafn mörg færi og við höfum verið að gera undanfarin ár en á móti kemur þá höfum við oftar leikið gegn liðum sem liggja meira til baka gegn okkur. „Það hefur vantað hjá okkur í sumar að taka nógu góð hlaup inn í teignum og fjölmenna inn í teiginn og svo hafa fyrirgjafirnar ekki alltaf hitt það sem þær eiga að hitta eins og gengur og gerist en við skoruðum þrjú mörk í kvöld sem er frábært,“ sagði Davíð. FH er nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar þrjár umferðir eru eftir en Davíð segir FH-inga ekki leyfa sér að fagna fyrr en titilinn er í höfn. „Við erum í frábærri stöðu en við þurfum þessi þrjú stig í viðbót og ætlum að taka þau á sunnudaginn.“ Hermann: Öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknumVísir„Svekkjandi að taka engan punkt miðað við frammistöðu. Frammistaðan var mjög góð,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir tapið í kvöld. „Skyndisóknirnar voru vel útfærðar. Baráttan góð og skipulagið. Það gekk upp sem við vorum að reyna að gera, að fá þá í lengri bolta og fyrirgjafir. Það gekk vel að verjast því. „Svo veit maður ekki hvað gerist í öðru markinu, það var smá kjaftshögg. Maður tekur fullt af jákvæðum punktum út úr þessu. Þetta var gríðarlega flott frammistaða. Meira er ekki hægt að biðja um,“ sagði Hermann. Fylkir barðist hetjulega í leiknum en varð fyrir áfalli í lokin þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson fyrirliði liðsins fékk beint rautt spjald þegar boltinn fór í höndina á honum í teignum á síðustu mínútu leiksins. „Það skiptir alltaf öllu máli hvernig maður labbar útaf vellinum, hvort maður geti borið höfuðið hátt eða ekki og við getum það. Þetta var flott frammistaða og fúlt að hafa ekki fengið neitt út úr því. „Það er öll heilbrigð skynsemi farin úr leiknum ef þetta er rautt spjald. Þetta er bara víti. Þetta var á síðustu sekúndunum í leiknum og þetta var ekki viljandi. Hann hendir sér einhvern vegin og þetta fer í höndina. „Reglur og bækur og eitthvað en notaðu skynsemina og þá er þetta í lagi. Auðvitað er hann bara óheppinn að fá hann í höndina. Hann hendir sér fyrir og þetta gerist á fullum hraða. Þetta er rándýrt fyrir okkur,“ sagði Hermann. Heimir: Þurfum einn sigur í viðbót„Fylkismenn voru gríðarlega vel skipulagðir og skildu allt eftir á vellinum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir erfiðan 3-2 sigur á Fylki í kvöld. „Þó við höfum verið með undirtökin í fyrri hálfleik þá vorum við ólíkir sjálfum okkur. Varnarlega vorum við ekki nógu öflugir. Það var of langt á milli manna og vorum ekki nógu nálægt mönnunum okkar. Við hjálpuðumst ekki að við þetta en löguðum það í hálfleik og sýndum karakter með að koma til baka og klára þetta.“ FH er nú aðeins þremur stigum frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við skoruðum þrjú mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri. Við áttum skot í stöng og víti í slá og eitt og annað. Við erum fyrst og fremst ánægðir með stigin þrjú. „Við þurfum einn sigur í viðbót. Á meðan svo er þurfum við að halda áfram. Við þurfum að sækja þennan titil,“ sagði Heimir. FH var í sömu stöðu undir lok síðustu leiktíðar og veit hvað þarf til til að tryggja sér titilinn. Mögulega gætti þó einhvers taugatitrings hjá liðinu í fyrri hálfleik í kvöld. „Miðað við fyrri hálfleikinn í þessum leik þá þurfum við að vanda okkur betur gegn Val á sunnudaginn.“vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira