Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2016 08:31 Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera fantagóð og er áinn sú langhæsta á aflatölulista sumarsins. Það veiðast ekki bara smálaxar í Ytri Rangá en það hefur sjaldan verið jafn gott hlutfall tveggja ára laxa í henni eins og í sumar. Það hefur þó ekki, samkvæmt okkar heimildum, tekist að landa laxi yfir 100 sm fyrr en í fyrradag en þá var stærsti lax sem hefur veiðst í ánni dreginn á land í Gutlfossbreiðu sem er einn efsti veiðistaðurinn í ánni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er þetta rígvænn og sver hausthængur sem er kominn í hrygningarskrúða. Laxinn var 104 sm að lengd og var vigtaður 11 kíló. Það sást einn stærðarlax í þrepunum í laxastiganum í Ægissíðufossi í sumar og spurning hvort að þetta sé sá höfðingi? Ef þetta er ekki hann þá er annar svona og örugglega fleiri sem bíða eftir agni veiðimanna við Ytri Rangá í haust. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði
Veiðin í Ytri Rangá heldur áfram að vera fantagóð og er áinn sú langhæsta á aflatölulista sumarsins. Það veiðast ekki bara smálaxar í Ytri Rangá en það hefur sjaldan verið jafn gott hlutfall tveggja ára laxa í henni eins og í sumar. Það hefur þó ekki, samkvæmt okkar heimildum, tekist að landa laxi yfir 100 sm fyrr en í fyrradag en þá var stærsti lax sem hefur veiðst í ánni dreginn á land í Gutlfossbreiðu sem er einn efsti veiðistaðurinn í ánni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er þetta rígvænn og sver hausthængur sem er kominn í hrygningarskrúða. Laxinn var 104 sm að lengd og var vigtaður 11 kíló. Það sást einn stærðarlax í þrepunum í laxastiganum í Ægissíðufossi í sumar og spurning hvort að þetta sé sá höfðingi? Ef þetta er ekki hann þá er annar svona og örugglega fleiri sem bíða eftir agni veiðimanna við Ytri Rangá í haust.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði