„Mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:19 „Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19
Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29
Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48