Regnbogi í ám um alla Vestfirði Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 11:35 Regnbogasilungur veiðist nú víða á Vestfjörðum og það vilja Landssamtök veiðfélaga hafa til marks um þá umhverfsvá sem stendur fyrir dyrum, hvað varðar fyrirhugaða stóraukningu í laxeldi. MYND/FISKELDI AUSTFJARÐA Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira