Góður kippur í veiðina í kjölfar rigninga Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2016 09:00 Fallegur hausthængur úr Langá Mynd: KL Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða. Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Ólögleg veiðarfæri í laxveiði Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Blanda komin í 81 lax á öðrum degi Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Rigningunni hefur verið vel fagnað af veiðimönnum á vesturlandi þar sem árnar voru orðnar ansi vatnslitlar. Það ringdi hressilega um helgina á vesturlandi sem lyfti ánum aðeins upp og það er við manninn mælt að takan fór loksins aftur í gang. Sem dæmi um þetta þá var holl við veiðar í Langá á Mýrum með 49 laxa á land sem er eitt besta hollið frá því um miðjan ágúst og holl sem hóf veiðar á hádegi í gær var komið með 12 laxa á kvöldvakt og það var nokkuð af laxi sem slapp. Langá til að mynda hefur hækkað um 15-20 sm á fáum dögum og er að komast í ágætis haustvatn og það sem meira er, það er meiri rigning á leiðinni. Það er mikil hreyfing á laxinum og ljóst að haustveiðin núna gæti náð þeim hæðum sem menn vonuðust eftir því nóg er af laxi í ánni. Það er veitt í tólf daga í viðbót og í kvöld var áin komin í 1211 laxa og gæti því með góðum dögum það sem eftir lifir tímabils komist í og jafnvel yfir 1.300 laxa. Svipaða sögu er að segja af mörgum ám á vesturlandi, rigningin hleypti lífi í veiðina og haustið gæti þess vegna orðið ágætt nokkuð víða.
Mest lesið Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Ólögleg veiðarfæri í laxveiði Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Blanda komin í 81 lax á öðrum degi Veiði Ung aflakló með stórfisk úr Þingvallavatni Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði