Stirt milli formanns og forsætisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2016 06:30 Vaktaskipti urðu í forsætisráðuneytinu í apríl. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ekki setjast í stjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eftir landsþing flokksins þann 1. október. Sigurður sagði trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og stjórnar flokksins undanfarið og því gæti hann ekki setið í óbreyttri stjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að samskipti þeirra séu stirð og að stuðningsmenn forsætisráðherra séu allt eins undirbúnir því að hann fari í formannsframboð. Í samtölum við miðstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins eftir fundinn hefur komið fram að landsþingið í október verði ekki kurteisissamkoma. Þar mun verða tekist á um framtíð flokksins. Nokkrir þingmenn sem fréttastofa heyrði í eftir fundinn vilja komast í kosningabaráttu og tala þá um sigra síðustu ára og góða málefnastöðu en efast um að þau mál komist að með Wintris-mál forsætisráðherra á bakinu. Fjölmargir hafa á síðustu dögum og vikum hvatt forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram sem formann flokksins. Sveinbjörn Eyjólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar og núverandi forstöðumaður á Hvanneyri, steig í pontu á miðstjórnarfundi og lýsti yfir framboði. „Það er mjög mikilvægt að Framsóknarmenn fái að kjósa um formannsembættið í flokknum,“ segir Sveinbjörn. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, sagði í viðtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar að forsætisráðherra hefði þurft að sitja undir reiðilestri formanns flokksins. Margir hafa sagt það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Jón Pétursson, formaður Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ, segir orð Höskuldar vera lygi. „Ég var viðstaddur og veit nákvæmlega hvað fór fram. Ef eitthvað er þá var mikill vilji Sigmundar til að leita sátta við Sigurð Inga. Það er þyngra en tárum taki að samband þeirra sé stirt því þeir eru báðir sterkir stjórnmálamenn,“ segir Jón. Sigmundur Davíð tjáir sig ekki um hvað gerðist undir lok fundarins. Ekki náðist í Sigurð Inga sem er í opinberri heimsókn í Danmörku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09 Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur líkur á að ríkið tak yfir Arion banka. Hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 4. september 2016 13:09
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03