„Svo gerði hún svolítið hræðilegt og ég áttaði mig á því að við værum óvinir,“ sagði Swift í viðtali við Rolling Stone. „Málið snérist ekki einu sinni um strák heldur viðskipti. Hún reyndi að grafa undan mér og eyðileggja heila tónleikaferð fyrir mér. Hún reyndi að ráða fólk úr mínu starfsliði. Ég er ekki mikið fyrir það að sækja í rifrildi þannig að ég reyni bara að forðast hana. Þetta er óþægileg staða og mér líkar illa við þetta.“
Heimtar afsökunarbeiðni
Svo virðist sem Katy Perry sjái hlutina á annan hátt því í netspjalli sem hún átti við aðdáendur sína í gær var hún spurð hvort hún myndi einhvern tímann íhuga að vinna með Swift.
„Já, ef hún biður mig afsökunar,“ svaraði Perry.
Það er því óhætt að fullyrða að töluverð bið verði eftir dúett frá stöllunum tveimur.
Hér er svo lag Taylor Swift "Bad Blood" sem fjallar víst um Katy Perry.