Sér ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðu prófkjörsins í Suðurkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 15:57 Páll Magnússon sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í gær. mynd/håkon broder lund Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Páll Magnússon sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir það umhugsunarefni og jafnvel áhyggjuefni að í efstu þremur sætum listans séu karlar. Hann segist þó ekki vita hvaða rök gætu staðið til þess að breyta niðurstöðunni sem fékkst í prófkjörinu í gær en margir hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum með slakt gengi kvenna í flokknum, bæði í kjördæmi Páls sem og í Suðvesturkjördæmi þar sem karlar raða sér í fjögur efstu sætin. Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að konur hafi ekki raðast ofar á listann segir Páll í samtali við fréttastofu: „Ég held að það sé miklu flóknara úrlausnarefni en svo að það sé hægt að fara yfir það í stuttu samtali. En ég held að þetta snúi bæði að konunum sjálfum, þeim tilteknu konum sem áttu þarna hlut að máli, flokknum, aðferðinni við að stilla upp og fleiri þættir sem spila þarna inn í. En þetta er vissulega umhugsunarefni.“ Þá segir hann annarra að dæma um það hvort breyta eigi listanum. „Ég veit nú ekki hvaða rök gætu staðið til þess að breyta lýðræðislegri niðurstöðu sem er náð fram með aðferð sem er fyrir fram ákveðin og viðurkennd. Þannig að það væri afskaplega torsótt að rökstyðja það, hvernig á að breyta lýðræðislegri niðurstöðu af því að mönnum líkar hún ekki. Ég veit ekki alveg hvernig slík röksemdafærsla ætti að enda.“ Þetta er í samræmi við það sem Vilhjálmur Bjarnason sagði í samræmi við fréttastofu en hann lenti í fjórða sæti í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi. Spurður út í mögulegar breytingar á listanum sagði hann það ekki undir sér komið en spurði til hvers prófkjör væru ef leikreglunum væri síðan breytt eftir á. Ekkert liggur fyrir um hvort að listunum verði breytt en niðurstöðurnar eru ekki bindandi. Það liggur fyrir að listinn í Suðurkjördæmi mun breytast þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tilkynnti nú fyrir skemmstu að hún sé hætt í stjórnmálum. Hún er iðnaðar-og viðskiptaráðherra og sóttist eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hún hlaut hins vegar afleita kosningu og hafnaði í fjórða sæti.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34 Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum Ráðherrann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni. 11. september 2016 15:34
Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokksmenn hafa kosið einstaklinga sem eru þeim sammála, ekki vegna kynferðis. 11. september 2016 14:40
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31