Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2016 14:40 Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira