Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Vilhelm Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira