Byrjaði með látum Jónas Sen skrifar 10. september 2016 10:00 Yan Pascal Tortelier stjórnandi og Nikolai Lugansky einleikari bera saman bækur sínar á æfingu fyrir tónleikana. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Rakmaninoff og Ravel á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Nikolai Lugansky. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 8. september Þegar ég gekk inn í Eldborgina til að hlýða á upphafstónleika vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið hitti ég Njörð P. Njarðvík. Hann brosti til mín og sagði: „Þetta verður gaman.“ Hann hafði rétt fyrir sér. Strax á fyrstu mínútum þriðja píanókonsertsins eftir Rakmaninoff heyrði maður að einleikarinn, Nikolai Lugansky, var með allt á hreinu. Einfalt byrjunarstefið var hrífandi fagurt. Þegar svo hröð tónahlaup og heljarstökk eftir hljómborðinu tóku við, þá virtist Lugansky ekki hafa neitt fyrir þeim. Hljómurinn í flyglinum var óvanalega safaríkur. Krafturinn í leiknum kom ekki bara frá handleggsvöðvum, heldur frá þunga alls líkamans. Fyrir bragðið flæddi tónlistin áreynslulaust, tæknin þvældist aldrei fyrir. Það er ekki sjálfsagt mál. Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs er einn sá erfiðasti sem um getur. Hann hefur orsakað martraðir hjá ótal píanistum. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Vladimir Ashkenazy hafi einu sinni dreymt að hann væri að spila konsertinn á lóðrétt hljómborð þar sem vinstri höndin var fyrir ofan þá hægri. Hann hefur örugglega vaknað í svitabaði. Hljómsveitin spilaði firnavel. Hinn nýi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Yan Pascal Tortelier, var fínn. Margt í hljómsveitarleiknum var afar áhrifamikið. Alls konar hápunktar voru þykkir og kraftmiklir. Þó var langfallegast þegar flauta Hallfríðar Ólafsdóttur kom inn eftir kadensuna (sóló einleikarans í fyrsta kaflanum). Það var töfrandi augnablik. Óbóið fylgdi svo á eftir, síðan klarinettan og loks hornið. Þetta var viðkvæm stund, ákaflega brothætt, en hljóðfæraleikararnir leystu það fullkomlega af hendi. Hvílík fegurð! Ekki síðri var flutningurinn á hinu verkinu á efnisskránni, balletttónlistinni Dafnis og Klói eftir Ravel. Þetta var merkur viðburður. Hér var frumflutt sérstök útgáfa verksins í styttri mynd sem Tortelier sá sjálfur um að gera. Svo er mál með vexti að balletttónlistin er heldur löng til að flytja í konsertuppfærslu, en svítur sem Ravel gerði úr verkinu eru býsna stuttar. Tortelier gerði því lengri útgáfu sem er u.þ.b. 75 % af upprunalegu gerðinni. Það verður að segjast eins og er að hún svínvirkaði. Hvergi var dauður punktur í framvindunni. Atburðarásin var hröð, sífellt var eitthvað krassandi að gerast í tónmálinu. Leikur hljómsveitarinnar var aðdáunarverður, prýðilega samtaka undir stjórn Torteliers. Strengjaspilið var sérlega munúðarfullt og seiðandi og blásararnir voru frábærir. Aftur sló Hallfríður í gegn með sínum unaðslega flautuleik undir lok verksins. Alls konar smáatriði voru nostursamlega útfærð og stærri línur voru skýrar og flott settar fram. Fyrir bragðið hélt túlkunin athygli manns allan tímann. Lokahnykkurinn var svo glæsilegur að lengi verður í minnum haft. Óhætt er að segja að Tortelier hafi byrjað starf sitt með stæl.Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar með dásamlegum einleikara og stjórnanda. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Rakmaninoff og Ravel á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Nikolai Lugansky. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 8. september Þegar ég gekk inn í Eldborgina til að hlýða á upphafstónleika vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið hitti ég Njörð P. Njarðvík. Hann brosti til mín og sagði: „Þetta verður gaman.“ Hann hafði rétt fyrir sér. Strax á fyrstu mínútum þriðja píanókonsertsins eftir Rakmaninoff heyrði maður að einleikarinn, Nikolai Lugansky, var með allt á hreinu. Einfalt byrjunarstefið var hrífandi fagurt. Þegar svo hröð tónahlaup og heljarstökk eftir hljómborðinu tóku við, þá virtist Lugansky ekki hafa neitt fyrir þeim. Hljómurinn í flyglinum var óvanalega safaríkur. Krafturinn í leiknum kom ekki bara frá handleggsvöðvum, heldur frá þunga alls líkamans. Fyrir bragðið flæddi tónlistin áreynslulaust, tæknin þvældist aldrei fyrir. Það er ekki sjálfsagt mál. Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs er einn sá erfiðasti sem um getur. Hann hefur orsakað martraðir hjá ótal píanistum. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að Vladimir Ashkenazy hafi einu sinni dreymt að hann væri að spila konsertinn á lóðrétt hljómborð þar sem vinstri höndin var fyrir ofan þá hægri. Hann hefur örugglega vaknað í svitabaði. Hljómsveitin spilaði firnavel. Hinn nýi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Yan Pascal Tortelier, var fínn. Margt í hljómsveitarleiknum var afar áhrifamikið. Alls konar hápunktar voru þykkir og kraftmiklir. Þó var langfallegast þegar flauta Hallfríðar Ólafsdóttur kom inn eftir kadensuna (sóló einleikarans í fyrsta kaflanum). Það var töfrandi augnablik. Óbóið fylgdi svo á eftir, síðan klarinettan og loks hornið. Þetta var viðkvæm stund, ákaflega brothætt, en hljóðfæraleikararnir leystu það fullkomlega af hendi. Hvílík fegurð! Ekki síðri var flutningurinn á hinu verkinu á efnisskránni, balletttónlistinni Dafnis og Klói eftir Ravel. Þetta var merkur viðburður. Hér var frumflutt sérstök útgáfa verksins í styttri mynd sem Tortelier sá sjálfur um að gera. Svo er mál með vexti að balletttónlistin er heldur löng til að flytja í konsertuppfærslu, en svítur sem Ravel gerði úr verkinu eru býsna stuttar. Tortelier gerði því lengri útgáfu sem er u.þ.b. 75 % af upprunalegu gerðinni. Það verður að segjast eins og er að hún svínvirkaði. Hvergi var dauður punktur í framvindunni. Atburðarásin var hröð, sífellt var eitthvað krassandi að gerast í tónmálinu. Leikur hljómsveitarinnar var aðdáunarverður, prýðilega samtaka undir stjórn Torteliers. Strengjaspilið var sérlega munúðarfullt og seiðandi og blásararnir voru frábærir. Aftur sló Hallfríður í gegn með sínum unaðslega flautuleik undir lok verksins. Alls konar smáatriði voru nostursamlega útfærð og stærri línur voru skýrar og flott settar fram. Fyrir bragðið hélt túlkunin athygli manns allan tímann. Lokahnykkurinn var svo glæsilegur að lengi verður í minnum haft. Óhætt er að segja að Tortelier hafi byrjað starf sitt með stæl.Niðurstaða: Stórkostlegir tónleikar með dásamlegum einleikara og stjórnanda.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira