Ekki verið að pota og klípa í stelpurnar Sara McMahon skrifar 10. september 2016 07:00 Manuela Ósk Harðardóttir hefur staðið í ströngu við að skipuleggja Miss Universe fegurðarsamkeppnina sem fram fer á mánudag. Sjálf mun hún svo flytja til Los Angeles strax í október. Vísir/Stefán Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarherbergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánudagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manuelu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrúlegt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppnina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að keppendur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað niður í fimm og sigurvegarinn valinn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigurvegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manuelu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar söguna, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Angeles í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokaritgerð Manuelu frá LHÍ fjallaði einmitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Miss Universe Iceland Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira