Bogi Ágústsson, sölumaður fótanuddtækja Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. september 2016 07:00 Undirbúningurinn hafði staðið í meira en ár. Hugmyndasmiðurinn sagði áætlun sína „umbyltingu“. En svo tók nýr forsætisráðherra við. Theresa May, nýskipaður forsætisráðherra Bretlands, greip á dögunum harkalega fram fyrir hendurnar á Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra landsins. Hunt hugðist skera upp herör gegn offitu barna með róttækum aðgerðum. Loks skyldi leggja fyrirtækjum í matvælaframleiðslu línurnar. Skylda átti fyrirtæki til að minnka sykur í matvöru, takmarka auglýsingar á óhollum mat sem beint var að börnum og banna magntilboð á óhollustu. En nei. Eitt af fyrstu verkum hins nýja forsætisráðherra var að gefa börnum landsins fingurinn og henda hugmyndum Hunts beint á ruslahaug fagurra fyrirheita. May þvertók fyrir að setja matvælaframleiðendum leikreglur. Og hvers vegna? Jú, hún vildi ekki íþyngja hagkerfinu.Hamingja hagkerfisins Fyrr í vikunni blönduðu hagsmunasamtök auglýsingabransans sér óvænt í umræðuna um Ríkisútvarpið og auglýsingar. Samband íslenskra auglýsingastofa, Birtingahúsið og MediaCom sendu frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Um var að ræða sannkallaða dómsdagsspá. Sagði í tilkynningunni að ef ekki væri hægt að auglýsa á miðlum RÚV gæti það leitt til þess að neytendur yrðu af „mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu“ og það yrði erfiðara fyrir fyrirtæki „að byggja upp virði vörumerkja sinna“. Af gefnu tilefni er vert að spyrja: Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Svo virðist sem Theresa May telji jarðvist okkar mannanna þjóna þeim tilgangi að viðhalda hagkerfinu. Í anda mannfórna Asteka skal heilsu barnanna okkar blótað á altari efnahagslífsins því það er heilbrigði og hamingja hagkerfisins sem lífið gengur út á. Að sama skapi virðist sem íslenskir auglýsingamógúlar telji að Bogi Ágústsson setji daglega upp bindi og planti sér fyrir framan myndavélar í sjónvarpssal í þeim mikilvæga tilgangi að minna landsmenn á að fjárfesta í safapressum, SS-pylsum og Ikea-kertastjökum. Einhverjir kynnu að halda því fram að hlutunum væri öfugt farið; að í stað þess að við fóðruðum hagkerfið eins og þýðir þegnar með sístækkandi mittismáli og forða af fitufrumum, ætti hagkerfið að þjóna okkur; og – að sama skapi – að RÚV hefði verið stofnað til að færa landsmönnum fréttir, rækta íslenska tungu, sögu þjóðar og menningararfleifð en ekki til að selja landsmönnum ígildi fótanuddtækja 21. aldarinnar.Sauðfjárbændur og símavarsla Sitt sýnist hverjum um Ríkisútvarpið og hvort það eigi erindi á auglýsingamarkað. Umræðan um málið er oft hatrömm, flækt í flókinn vef hagsmuna og hugmyndafræði. Markmiðið er þó einfalt. Einu hagsmunirnir sem bera á fyrir brjósti þegar kemur að stefnumótun sem varðar RÚV og auglýsingar eru hagsmunir landsmanna. Hvernig má halda úti öflugu Ríkisútvarpi en jafnframt tryggja það að aðrir fjölmiðlar nái ekki aðeins að bera sig, heldur blómstra? Skoðun auglýsingastofa á rekstrarfyrirkomulagi RÚV er málinu óviðkomandi. Innlegg þeirra í umræðuna er jafn út úr kú og ef Bændasamtök Íslands sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að RÚV mætti ekki leyfa fólki að hafa samband við stofnunina gegnum samfélagsmiðla; aðeins mætti hringja á gamla mátann því að hún Stella á símanum fengi sér alltaf lambasteik í hádegismat í mötuneytinu og símavarsla væri því stuðningur sem RÚV bæri að veita sauðfjárbændum.Hænan og eggið Ég veit ekki hvort kom á undan, hænan eða eggið. En ég veit að síðast þegar „svo mikilvægar upplýsingar um vörur og þjónustu“ komu fram í auglýsingu að ég mátti ekki missa af þeim var: Aldrei. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Undirbúningurinn hafði staðið í meira en ár. Hugmyndasmiðurinn sagði áætlun sína „umbyltingu“. En svo tók nýr forsætisráðherra við. Theresa May, nýskipaður forsætisráðherra Bretlands, greip á dögunum harkalega fram fyrir hendurnar á Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra landsins. Hunt hugðist skera upp herör gegn offitu barna með róttækum aðgerðum. Loks skyldi leggja fyrirtækjum í matvælaframleiðslu línurnar. Skylda átti fyrirtæki til að minnka sykur í matvöru, takmarka auglýsingar á óhollum mat sem beint var að börnum og banna magntilboð á óhollustu. En nei. Eitt af fyrstu verkum hins nýja forsætisráðherra var að gefa börnum landsins fingurinn og henda hugmyndum Hunts beint á ruslahaug fagurra fyrirheita. May þvertók fyrir að setja matvælaframleiðendum leikreglur. Og hvers vegna? Jú, hún vildi ekki íþyngja hagkerfinu.Hamingja hagkerfisins Fyrr í vikunni blönduðu hagsmunasamtök auglýsingabransans sér óvænt í umræðuna um Ríkisútvarpið og auglýsingar. Samband íslenskra auglýsingastofa, Birtingahúsið og MediaCom sendu frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við því að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði. Um var að ræða sannkallaða dómsdagsspá. Sagði í tilkynningunni að ef ekki væri hægt að auglýsa á miðlum RÚV gæti það leitt til þess að neytendur yrðu af „mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu“ og það yrði erfiðara fyrir fyrirtæki „að byggja upp virði vörumerkja sinna“. Af gefnu tilefni er vert að spyrja: Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Svo virðist sem Theresa May telji jarðvist okkar mannanna þjóna þeim tilgangi að viðhalda hagkerfinu. Í anda mannfórna Asteka skal heilsu barnanna okkar blótað á altari efnahagslífsins því það er heilbrigði og hamingja hagkerfisins sem lífið gengur út á. Að sama skapi virðist sem íslenskir auglýsingamógúlar telji að Bogi Ágústsson setji daglega upp bindi og planti sér fyrir framan myndavélar í sjónvarpssal í þeim mikilvæga tilgangi að minna landsmenn á að fjárfesta í safapressum, SS-pylsum og Ikea-kertastjökum. Einhverjir kynnu að halda því fram að hlutunum væri öfugt farið; að í stað þess að við fóðruðum hagkerfið eins og þýðir þegnar með sístækkandi mittismáli og forða af fitufrumum, ætti hagkerfið að þjóna okkur; og – að sama skapi – að RÚV hefði verið stofnað til að færa landsmönnum fréttir, rækta íslenska tungu, sögu þjóðar og menningararfleifð en ekki til að selja landsmönnum ígildi fótanuddtækja 21. aldarinnar.Sauðfjárbændur og símavarsla Sitt sýnist hverjum um Ríkisútvarpið og hvort það eigi erindi á auglýsingamarkað. Umræðan um málið er oft hatrömm, flækt í flókinn vef hagsmuna og hugmyndafræði. Markmiðið er þó einfalt. Einu hagsmunirnir sem bera á fyrir brjósti þegar kemur að stefnumótun sem varðar RÚV og auglýsingar eru hagsmunir landsmanna. Hvernig má halda úti öflugu Ríkisútvarpi en jafnframt tryggja það að aðrir fjölmiðlar nái ekki aðeins að bera sig, heldur blómstra? Skoðun auglýsingastofa á rekstrarfyrirkomulagi RÚV er málinu óviðkomandi. Innlegg þeirra í umræðuna er jafn út úr kú og ef Bændasamtök Íslands sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að RÚV mætti ekki leyfa fólki að hafa samband við stofnunina gegnum samfélagsmiðla; aðeins mætti hringja á gamla mátann því að hún Stella á símanum fengi sér alltaf lambasteik í hádegismat í mötuneytinu og símavarsla væri því stuðningur sem RÚV bæri að veita sauðfjárbændum.Hænan og eggið Ég veit ekki hvort kom á undan, hænan eða eggið. En ég veit að síðast þegar „svo mikilvægar upplýsingar um vörur og þjónustu“ komu fram í auglýsingu að ég mátti ekki missa af þeim var: Aldrei. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun