Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 06:30 Fylkir er með örlögin í sínum höndum. vísir/ernir Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira