Smári McCarthy um myndskeiðið: „Réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2016 17:49 Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan. X16 Suður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan.
X16 Suður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira