Brostu nú fyrir mig, elskan Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2016 07:00 Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn. Og fjöldi fólks fann sig knúinn til að gera athugasemdir við svipbrigðin á andliti Hillary Clinton. Clinton þykir ýmist brosa of lítið, vegna þess að þegar konur eru ekki auðmjúkar, móðurlegar og blíðar á svip með brosviprur um augun hljóta þær að vera sálarlaus vélmenni, eða of mikið, sem gefur væntanlega til kynna að ekki sé hægt að taka hana alvarlega. Hún er að gefa öllum strákunum undir fótinn. Kannski svolítið vitlaus. Lætur vaða yfir sig. Ég ímynda mér alltaf að þeir sem agnúast út í konur á þennan hátt séu sömu mennirnir og sitja gleiðir á kaffihúsum og smella fingrunum í átt að þjónustustúlkunni og orga „FRÖKEN! Færðu mér PEPSI! STRAX!“ og klípa í rassinn á henni þegar hún snýr sér við. Eða strákarnir á Prikinu sem vilja endilega kaupa handa manni bjór og maður segir „nei, takk“ en þeir kaupa hann samt og fara svo í fýlu þegar maður sest hjá vinkonum sínum en fer ekki beinustu leið heim að sofa hjá þeim. En þetta eru ekki bara þeir. Þetta eru alls konar menn. Blaðamenn, stjórnmálamenn, feður, bræður, synir. Flottir og klárir menn í samfélagi sem segir að konur skuldi þeim einhverja ákveðna hegðun. Og þetta gildir jafnt um stelpuna sem færir þér Pepsi og konuna sem sækist eftir valdamesta embætti á þessari guðsvoluðu jörð. Þær skulu brosa hæfilega. Ekki of lítið. Ekki of mikið. Hæfilega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn. Og fjöldi fólks fann sig knúinn til að gera athugasemdir við svipbrigðin á andliti Hillary Clinton. Clinton þykir ýmist brosa of lítið, vegna þess að þegar konur eru ekki auðmjúkar, móðurlegar og blíðar á svip með brosviprur um augun hljóta þær að vera sálarlaus vélmenni, eða of mikið, sem gefur væntanlega til kynna að ekki sé hægt að taka hana alvarlega. Hún er að gefa öllum strákunum undir fótinn. Kannski svolítið vitlaus. Lætur vaða yfir sig. Ég ímynda mér alltaf að þeir sem agnúast út í konur á þennan hátt séu sömu mennirnir og sitja gleiðir á kaffihúsum og smella fingrunum í átt að þjónustustúlkunni og orga „FRÖKEN! Færðu mér PEPSI! STRAX!“ og klípa í rassinn á henni þegar hún snýr sér við. Eða strákarnir á Prikinu sem vilja endilega kaupa handa manni bjór og maður segir „nei, takk“ en þeir kaupa hann samt og fara svo í fýlu þegar maður sest hjá vinkonum sínum en fer ekki beinustu leið heim að sofa hjá þeim. En þetta eru ekki bara þeir. Þetta eru alls konar menn. Blaðamenn, stjórnmálamenn, feður, bræður, synir. Flottir og klárir menn í samfélagi sem segir að konur skuldi þeim einhverja ákveðna hegðun. Og þetta gildir jafnt um stelpuna sem færir þér Pepsi og konuna sem sækist eftir valdamesta embætti á þessari guðsvoluðu jörð. Þær skulu brosa hæfilega. Ekki of lítið. Ekki of mikið. Hæfilega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun