Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. september 2016 16:46 Sigmundur Davíð fyrir utan Alþingishúsið, nú fyrir um tíu mínútum. "Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar.“ visir/ernir Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26