Listin að lifa og deyja Sigríður Jónsdóttir skrifar 23. september 2016 10:30 Sigurður Sigurjónsson leikari er á meðal allra bestu leikara þjóðarinnar segir í dómi. Visir/Ernir Leikhús Maður sem heitir Ove Byggt á skáldsögu eftir Fredrik Backman Kassi Þjóðleikhússins Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikari: Sigurður Sigurjónsson Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Ef heilt þorp þarf til að ala upp barn er þá ekki sanngjarnt að heilt þorp styðji einstakling síðustu sporin í lífinu? Kassi Þjóðleikhússins hefur nú verið opnaður fyrir haustið og fyrsta sýningin að þessu sinni er leikgerðin Maður sem heitir Ove, byggð á sænsku metsölubókinni eftir Fredrik Backman, en handritið er úr smiðju þeirra Marie Persson Hedenius, Johans Rheborg og Emmu Bucht. Aftur á móti er potturinn og pannan á bak við sýninguna þúsundþjalasmiðurinn Bjarni Haukur Þórsson sem hefur verið að gera það gott erlendis síðustu árin. Ellilífeyrisþeginn og ekkillinn Ove vaknar klukkan korter í sex á hverjum morgni, án vekjaraklukku, og klukkan tíu mínútur í sex kveikir hann á kaffivélinni, hans síðasta morgunverk er að fara í eftirlitsferð um götuna sína. Vanaverkin eru grunnstoðir tilvistar hans en eftir skelfilegan missi tapar Ove kjölfestunni. Hann riðar nánast til falls og kýs frekar snöruna en að falla til jarðar. Áður en lengra er haldið verður að koma ákveðnu atriði á hreint: Sigurður Sigurjónsson er ekkert annað heldur en einn af albestu leikurum þjóðarinnar. Þess væri óskandi að hann fengi að spreyta sig á höfuðverkum Williams Shakespeare eða annarri klassík hið fyrsta. Í hlutverki Ove sýnir hann fádæma tækni og lipra tímasetningu án þess að byggja framsetninguna á ýkjum eða geiflum. Persónugallerí sýningarinnar er fjölbreytt, þó stundum skorti sumar þeirra dýpt, en Sigurður dregur fram blæbrigði hvers og eins með látlausum leik. Í þeim mætist bæði kómík og drama, sorgir og ástir. Nágrannarnir Parvaneh, Patrick, Adrían og fleiri sýna fúlegginu Ove að lífið sé þess virði að lifa með væntumþykju og hlýju, án þess að segja neitt beint. En í persónugalleríinu liggur einnig einn galli sýningarinnar og sýnir skýrt mörkin á milli leikgerða og frumsaminna leikrita: leikgerðin getur stuðst við persónusköpun bókarinnar og þá er hætta á því að leikverkið þynnist. Það er nefnilega freistandi að draga upp einfaldar persónur og leyfa áhorfendum að fylla inn í eyðurnar með upplýsingum úr grunnverkinu. Bjarni Haukur er ekki að finna upp hjólið hvað leikstjórnina varðar. Hann gefur Sigurði pláss til að vinna og setur frásögn Ove í forgang frekar en sýninguna sjálfa. En í umgjörðinni liggur hinn galli sýningarinnar: hún er ekki nægilega góð. Leikmyndina hannar Finnur Arnar Arnarsson, hún er algjörlega flöt og frekar óspennandi, virðist vera eins konar viðbót frekar en partur af sýningunni. Aftur á móti er lýsing Magnúsar Arnar Sigurðarsonar vel heppnuð og gefur heimi Ove dýpt, og tilvist kattarfjandans er sköpuð á snotran hátt. Í höndum verri leikara væri Maður sem heitir Ove varla nema miðlungsgóð sýning en frammistaða Sigurðar, sem á örugglega eftir að verða jafnvel enn þá betri með tímanum, nægir til að hífa Ove upp úr meðalmennskunni og ofan í hjörtu áhorfenda. Niðurstaða: Hugljúf sýning sem Sigurður Sigurjónsson ber uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. september. Leikhús Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Maður sem heitir Ove Byggt á skáldsögu eftir Fredrik Backman Kassi Þjóðleikhússins Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikari: Sigurður Sigurjónsson Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Ef heilt þorp þarf til að ala upp barn er þá ekki sanngjarnt að heilt þorp styðji einstakling síðustu sporin í lífinu? Kassi Þjóðleikhússins hefur nú verið opnaður fyrir haustið og fyrsta sýningin að þessu sinni er leikgerðin Maður sem heitir Ove, byggð á sænsku metsölubókinni eftir Fredrik Backman, en handritið er úr smiðju þeirra Marie Persson Hedenius, Johans Rheborg og Emmu Bucht. Aftur á móti er potturinn og pannan á bak við sýninguna þúsundþjalasmiðurinn Bjarni Haukur Þórsson sem hefur verið að gera það gott erlendis síðustu árin. Ellilífeyrisþeginn og ekkillinn Ove vaknar klukkan korter í sex á hverjum morgni, án vekjaraklukku, og klukkan tíu mínútur í sex kveikir hann á kaffivélinni, hans síðasta morgunverk er að fara í eftirlitsferð um götuna sína. Vanaverkin eru grunnstoðir tilvistar hans en eftir skelfilegan missi tapar Ove kjölfestunni. Hann riðar nánast til falls og kýs frekar snöruna en að falla til jarðar. Áður en lengra er haldið verður að koma ákveðnu atriði á hreint: Sigurður Sigurjónsson er ekkert annað heldur en einn af albestu leikurum þjóðarinnar. Þess væri óskandi að hann fengi að spreyta sig á höfuðverkum Williams Shakespeare eða annarri klassík hið fyrsta. Í hlutverki Ove sýnir hann fádæma tækni og lipra tímasetningu án þess að byggja framsetninguna á ýkjum eða geiflum. Persónugallerí sýningarinnar er fjölbreytt, þó stundum skorti sumar þeirra dýpt, en Sigurður dregur fram blæbrigði hvers og eins með látlausum leik. Í þeim mætist bæði kómík og drama, sorgir og ástir. Nágrannarnir Parvaneh, Patrick, Adrían og fleiri sýna fúlegginu Ove að lífið sé þess virði að lifa með væntumþykju og hlýju, án þess að segja neitt beint. En í persónugalleríinu liggur einnig einn galli sýningarinnar og sýnir skýrt mörkin á milli leikgerða og frumsaminna leikrita: leikgerðin getur stuðst við persónusköpun bókarinnar og þá er hætta á því að leikverkið þynnist. Það er nefnilega freistandi að draga upp einfaldar persónur og leyfa áhorfendum að fylla inn í eyðurnar með upplýsingum úr grunnverkinu. Bjarni Haukur er ekki að finna upp hjólið hvað leikstjórnina varðar. Hann gefur Sigurði pláss til að vinna og setur frásögn Ove í forgang frekar en sýninguna sjálfa. En í umgjörðinni liggur hinn galli sýningarinnar: hún er ekki nægilega góð. Leikmyndina hannar Finnur Arnar Arnarsson, hún er algjörlega flöt og frekar óspennandi, virðist vera eins konar viðbót frekar en partur af sýningunni. Aftur á móti er lýsing Magnúsar Arnar Sigurðarsonar vel heppnuð og gefur heimi Ove dýpt, og tilvist kattarfjandans er sköpuð á snotran hátt. Í höndum verri leikara væri Maður sem heitir Ove varla nema miðlungsgóð sýning en frammistaða Sigurðar, sem á örugglega eftir að verða jafnvel enn þá betri með tímanum, nægir til að hífa Ove upp úr meðalmennskunni og ofan í hjörtu áhorfenda. Niðurstaða: Hugljúf sýning sem Sigurður Sigurjónsson ber uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. september.
Leikhús Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira