Flott veiði í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2016 15:34 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á yfirleitt frábæra endaspretti þegar haustlægðirnar láta á sér kræla. Það er engin undantekning á þessu sumri og hefur veiðin síðustu daga verið hreint frábær. Síðasta þriggja daga holl landaði 129 löxum á sex stangir og hollið þar á undan var með 128 laxa eftir þriggja daga veiði. Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í ánni en geysilega mikill lax er í sumum hyljum Laxá og veiðin nú þegar komin yfir heildarveiðina í fyrra sem þó er á listanum yfir eitt af 10 bestu sumrunum í ánni. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar en núna stefnir áinn hraðbyri í 1.600 laxa. Besta árið var metsumarið 1988 þegar 2.385 laxar veiddust en frá árinu 2003 hefur Laxá í Dölum farið samtals sex sinnum yfir 1.000 laxa sem er feyknagóð veiði á 4-6 stangir. Eftirspurn eftir dögum er það mikil að útlit er fyrir að áinn sé þegar að verða ef ekki orðin uppseld fyrir næsta sumar. Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á yfirleitt frábæra endaspretti þegar haustlægðirnar láta á sér kræla. Það er engin undantekning á þessu sumri og hefur veiðin síðustu daga verið hreint frábær. Síðasta þriggja daga holl landaði 129 löxum á sex stangir og hollið þar á undan var með 128 laxa eftir þriggja daga veiði. Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í ánni en geysilega mikill lax er í sumum hyljum Laxá og veiðin nú þegar komin yfir heildarveiðina í fyrra sem þó er á listanum yfir eitt af 10 bestu sumrunum í ánni. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar en núna stefnir áinn hraðbyri í 1.600 laxa. Besta árið var metsumarið 1988 þegar 2.385 laxar veiddust en frá árinu 2003 hefur Laxá í Dölum farið samtals sex sinnum yfir 1.000 laxa sem er feyknagóð veiði á 4-6 stangir. Eftirspurn eftir dögum er það mikil að útlit er fyrir að áinn sé þegar að verða ef ekki orðin uppseld fyrir næsta sumar.
Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði