Til þeirra sem hugsa um börnin mín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2016 07:00 Leikskólabarn er í um 2.700 vökustundir heima á ári en foreldrar sem hafa börnin sín aðra hverja viku fá 1.350 vökustundir á ári. Leikskólastarfsmenn eru 1.800 vökustundir á ári með leikskólabörnum í átta tíma vistun. Starfsmenn í leikskóla hafa sjö hundruð sinnum skipt um bleyju á hverju barni. Gefið þeim á fjórða þúsund máltíða. Ef ég gef mér að barn meiði sig eða verði dapurt tvisvar í viku þá hefur leikskólastarfsmaður huggað hvert barn um fjögur hundruð sinnum. Miklu oftar hafa þau fengið hlýjan faðm í dagsins önn. Örugglega mörg þúsund sinnum. Í síðustu viku var kynnt aðgerðaáætlun borgarinnar til að bregðast við neyðarástandi á leikskólum vegna fjárskorts og manneklu. Áætlunin var kynnt eftir mikinn þrýsting bugaðra leikskólastjóra sem loks fengu foreldra í lið með sér. Þegar það var farið að senda börn heim og atvinnulífið bylti sér. Ég fagna samstöðu foreldra með starfsfólki leikskóla. En þetta var kornið sem fyllti löngu yfirflæðandi mælinn. Í mörg ár höfum við vitað að leikskólakennarar eru með léleg laun, að starfið sé fjársvelt, vinnuaðstæður erfiðar og streita hrjái stéttina. Enn er langt í land þótt örlítill plástur sé kominn á sárið. Mér finnst að við ættum alla daga að vera í liði með fólkinu sem skeinir, huggar, matar og svæfir börnin okkar. Sem kennir þeim félagsfærni, dýpkar skilning þeirra og sál, svarar flóknum spurningum um tilveruna og hlær með þeim. Fólkinu sem segir okkur sögur af börnunum okkar þegar við sækjum þau í lok dags. Foreldrar eru stór og sterkur hópur. Notum rödd okkar. Og ekki bara inniröddina, eins og sagt er gjarnan á leikskólunum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Leikskólabarn er í um 2.700 vökustundir heima á ári en foreldrar sem hafa börnin sín aðra hverja viku fá 1.350 vökustundir á ári. Leikskólastarfsmenn eru 1.800 vökustundir á ári með leikskólabörnum í átta tíma vistun. Starfsmenn í leikskóla hafa sjö hundruð sinnum skipt um bleyju á hverju barni. Gefið þeim á fjórða þúsund máltíða. Ef ég gef mér að barn meiði sig eða verði dapurt tvisvar í viku þá hefur leikskólastarfsmaður huggað hvert barn um fjögur hundruð sinnum. Miklu oftar hafa þau fengið hlýjan faðm í dagsins önn. Örugglega mörg þúsund sinnum. Í síðustu viku var kynnt aðgerðaáætlun borgarinnar til að bregðast við neyðarástandi á leikskólum vegna fjárskorts og manneklu. Áætlunin var kynnt eftir mikinn þrýsting bugaðra leikskólastjóra sem loks fengu foreldra í lið með sér. Þegar það var farið að senda börn heim og atvinnulífið bylti sér. Ég fagna samstöðu foreldra með starfsfólki leikskóla. En þetta var kornið sem fyllti löngu yfirflæðandi mælinn. Í mörg ár höfum við vitað að leikskólakennarar eru með léleg laun, að starfið sé fjársvelt, vinnuaðstæður erfiðar og streita hrjái stéttina. Enn er langt í land þótt örlítill plástur sé kominn á sárið. Mér finnst að við ættum alla daga að vera í liði með fólkinu sem skeinir, huggar, matar og svæfir börnin okkar. Sem kennir þeim félagsfærni, dýpkar skilning þeirra og sál, svarar flóknum spurningum um tilveruna og hlær með þeim. Fólkinu sem segir okkur sögur af börnunum okkar þegar við sækjum þau í lok dags. Foreldrar eru stór og sterkur hópur. Notum rödd okkar. Og ekki bara inniröddina, eins og sagt er gjarnan á leikskólunum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun