Stjarnan Íslandsmeistari í fjórða sinn | Myndaveisla

Garðbæingar unnu þá öruggan 4-0 sigur á FH á Samsung-vellinum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk og þær Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sitt markið hvor.
Breiðablik vann titilinn í fyrra en Stjarnan reyndist sterkari í ár þrátt fyrir að talsverðar breytingar hefðu orðið á liðinu í vetur.
Stjarnan vann alls 14 af 18 deildarleikjum sínum í sumar og endaði með 44 stig, fimm stigum meira en Breiðablik.
Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja fréttinni.
Tengdar fréttir

Harpa fékk gullskóinn | Lacasse hirti bronsskóinn
Harpa Þorsteinsdóttir varð langmarkahæst í Pepsi-deild kvenna með 20 mörk.

Harpa: Er að upplifa allan tilfinningaskalann
"Ég er fegin, þakklát og allt þarna á tilfinningaskalanum,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Ólafur: Það er búið að ganga mikið á og því er ég ótrúlega stoltur
"Ég er mjög stoltur af stelpunum og þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016.

KR bjargaði sér á ótrúlegan hátt | Selfoss féll
Vann 3-2 sigur á ÍA eftir að hafa lent 2-0 undir. Selfoss féll eftir jafntefli í Árbænum.

Titillinn aftur í Garðabæinn: Stjarnan Íslandsmeistari 2016
Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Fyrsta tap Breiðabliks staðreynd | Úrslit dagsins
Blikar töpuðu fyrsta leiknum sínum í sumar í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna.

Katrín: Þó einhver verði ólétt eða önnur slíti krossbönd, þá kemur alltaf einhver inn
"Tilfinningin gæti ekki verið betri,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Stjönunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Ásgerður: Ótrúlega stolt að fá að vera fyrirliði í svona liði
"Það er ótrúlega gott að vera komin með titilinn aftur hingað í Garðabæinn,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016.