KR og Fylkir náðu að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild kvenna eftir ótrúlegan viðsnúning í leik ÍA og KR uppi á Skipaskaga.
Cathrine Dyngvold og Rachel Owens komu ÍA í 2-0 forystu í fyrri hálfleik og var þá útlit fyrir að KR myndi falla úr deildinni, enda í fallsæti ásamt ÍA fyrir lokaumferðina.
ÍA var fallið úr Pepsi-deild kvenna fyrir umferðina í kvöld.
KR-ingar náðu þó að snúa leiknum sér í vil. Jordan O'Brien skoraði tvívegis, þar af sigurmark KR á 77. mínútu. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði einnig fyrir KR í leiknum.
Fylkir og Selfoss gerðu markalaust jafntefli á sama tíma. Úrslitin uppi á Skaga þýddu að Selfoss þurfti á sigri að halda í Árbænum en þar náðu gestirnir ekki að skora.
Fylkir var sömuleiðis að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og tap hefði þýtt að Árbæningar hefðu fallið.
